Ferðalög

Varsjá ferðasaga, 1. kafli

Ég var búin að hlakka afskaplega mikið til að koma til Varsjár, af mörgum ástæðum. Sumir spurðu hvers vegna við hefðum valið Varsjá – og þá sér í lagi Pólverjar! Í rauninni var þetta bara úllen-dúllen-doff og við fengum hagstæðasta dílinn á flugi og hóteli til Varsjár, hefðum annars farið til Gdansk eða Kraká.

Snapchat-270898243

Við flugum með Wizz Air, og lentum á Chopin flugvellinum. Flugið út var næturflug, og ekki það skemmtilegasta – en hvað lætur maður sig ekki hafa fyrir góðan díl? Wizz Air er vissulega lággjaldaflugfélag, og það kemur berlega í ljós þegar maður ferðast með þeim; það er ekki hægt að halla sætum í vélunum þeirra og þeir borga ekki fyrir rana frá flugstöð út í vél, heldur er fólk selflutt með rútum. Það versta við flugið var að þetta var næturflug; flogið af stað 00.30 og lent 6.30 – þannig þetta var allur nætursvefninn sem var í boði. Það var kannski aðeins af manni dregið eftir það. En ég myndi alveg gera þetta aftur; kannski mögulega bara panta hótelherbergi þannig maður gæti tékkað inn strax og maður kemur, en ekki bara kl. 14.00. En það samt blessaðist alveg.

Image result for regent warsaw hotel
Regent Warsaw Hotel. Mynd fengin að láni hjá tripadvisor.com

Snapchat-1781840356

Mig langar að vekja athygli á því að hjá Wizz Air innritar maður sig sjálfur á netinu, en það kostar aukalega ef þú vilt innrita þig við innritunarborð á flugvellinum. Hins vegar, þá þarftu að skila af þér farangrinum við innritunarborðið, og þau opna ekki fyrr en 2 tímum fyrir flug.

Ég var búin að bóka bíl til að sækja okkur á flugvöllinn og flytja okkur á hótelið, þar sem við geymdum töskurnar. Þetta er í annað skipti sem ég panta akstur milli flugvallar og hótels á Suntransfers, og bæði skiptin hafa gengið vel. Það kom upp einn agnúi í þetta skiptið; en bílstjórinn hafði fengið rangt nafn, og því fundum við hann ekki. Við sáum hann um leið og við komum, svo hann var mættur, en hann var ekki með mitt nafn og því gengum við bara fram hjá honum.

Þá var komið að því að reyna Customer Service hjá þeim, og ég hringdi í þá. Maðurinn sem svaraði mér hringdi strax í bílstjórann og leysti úr málinu. Hann hringdi svo aftur til að vera viss um að við hefðum örugglega hitt hvort á annað, þannig það má alveg segja að þeir séu með toppþjónustu.

IMG_20180510_090627_019
Freyðivín með morgunmatnum!

Við gistum á Regent Warsaw Hotel, sem er mjög fínt og snyrtilegt hótel. Hótelið er ekki alveg miðsvæðis, en það kemur ekki svo að sök þar sem leigubílar eru mjög ódýrir þar í borg.

Image result for bułkę przez bibułkę
Mynd fengin að láni hjá polishessence.wordpress.com

Við geymdum töskurnar okkar á hótelinu, og héldum út í leit að æti. Í u.þ.b. tíu mínútna göngufæri við hótelið var lítill kósý morgunverðarstaður, Bulke Przez Bibulke. Þar tylltum við okkur inn og fengum okkur vel útilátinn morgunmat.

Snapchat-1341125141

Ég fékk mér dásamlega Júlíusar Sesars-samloku; kjúklingur, beikon, parmesan, salat og heimagerð sósa í nýbökuðu ciabatta brauði. Staðurinn býður upp á Prosecco allan daginn alla daga, glasið á kr. 150. Ég stóðst ekki mátið og fékk mér eitt staup. Okkur þótti leiðinlegt að hafa ekki tök á að koma aftur hingað, enda fín þjónusta, góður matur og verðið bara grín. (Samlokan mín kostaði t.d. kr. 480.)

Image result for warsaw old town
Gamli bærinn í Varsjá. Mynd fengin að láni hjá wikipedia.com
Snapchat-572728344
Royal Castle

Eftir morgunhressinguna gripum við leigubíl í gamla bæinn. Gamli bærinn er gullfallegur, en það er talað um að þetta sé „yngsti gamli bær“ í Evrópu. Gamli bærinn, eins og megnið af borginni, var jafnaður við jörðu í seinni heimsstyrjöldinni, en endurbyggður með sama útliti og áður. Í gamla bænum stoppuðum við í fyrstu ísbúðinni, en ísbúðir eru á hverju götuhorni, það er yndislegt í hitanum.

Snapchat-425866029

Image result for regent warsaw hotel
Mynd fengin að láni hjá catdays.net

Við röltum aðeins um og nutum lífsins í hitanum og fallegu umhverfinu, áður en við gripum annan leigubíl og héldum upp á hótel. Starfsfólkið var indælt, og við fengum falleg og snyrtileg herbergi. Herbergið var rúmgott, og sömuleiðis baðherbergið sem var bæði með baðkari og sturtu. Allt var hreint og fínt, og okkur leið mjög vel á hótelinu.

Það breyttist aldeilis ekki þegar kom að morgunmatnum daginn eftir, en úrvalið var frábært. Þjónarnir voru alltaf á tánum, við vorum varla sest þegar okkur var boðið kaffi, t.d. Egg voru gerð eftir pöntun, hvort heldur sem um var að ræða spæld, hrærð eða eggjaköku. Annars var á hlaðborði bæði heitur matur, (s.s. pylsur, beikon, eggjahræra o.fl.), morgunkorn og jógúrt, brauð og álegg. Hótelið býður upp á heimagert hunang, en þeir eru með býflugnabú á þakinu – örvæntið eigi, maður verður ekki var við flugurnar.

Image result for regent warsaw hotel breakfast
Mynd fengin að láni hjá tripadvisor.com
Snapchat-231607021
Ekki insta-worthy morgunverðardiskur!

Takk í dag – meira síðar!

Lestu næsta kafla Varsjárferðasögunnar hér.

1 athugasemd við “Varsjá ferðasaga, 1. kafli”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s