Lífið

Sjampóstykki

Þegar maður reynir að minnka plastnotkun verður manni ljóst hvað maður notar mikið plast í daglegu lífi. Það er svolítið síðan ég heyrði um sjampóstykki – eða Shampoo Bars, en þegar ég fór til Bandaríkjanna í fyrra tók ég mig til og pantaði mér þannig.

Ég fann mér krúttlegt lítið fjölskyldufyrirtæki í Kaliforníu, Chagrin Valley Soap and Salve, og pantaði mér bæði sápur, sjampó og kremstykki.

Sjampóið tók ég í notkun fyrir nokkru síðan, sennilega þremur mánuðum, og maðurinn minn prófaði það líka. Það er skemmst frá því að segja að við erum bæði himinlifandi og höfum ekki notað fljótandi sjampó síðan!

Mér finnst hárið á mér aldrei hafa verið jafn hreint og mjúkt. Og þetta endist og endist! Við erum búin að nota þetta í ca. 3 mánuði, m.v. sápuhárþvott hjá hvoru okkar 2-3x í viku, og það er kannski búinn ca. þriðjungur af stykkinu! Við höfum líka notað það af og til í hár dætranna, en þær eiga samt enn flöskusjampó.

Ilmurinn er mildur og góður, og hentar báðum kynjum. Maður bara nuddar stykkinu nokkrum sinnum yfir höfuðið og nuddar svo bara með höndunum eins og vant er. Ég hef þó lesið um að sumum finnist betra að nudda stykkið til að fá löður og nudda því svo í hárið, en að setja ekki stykkið sjálft í hárið.

Sápurnar þeirra koma bara í pappaumbúðum, sem auðvelt er að endurvinna.

Nýlega sá ég að Vistvera er farin að flytja inn brot af úrvali Chagrin Valley, og svo má líka fá sjampóstykki á Mena.is.

Mæli eindregið með því að prófa þetta!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s