Ferðalög, Lífið

Að fara til tannlæknis í Póllandi

Þegar við vorum búin að panta okkur ferð til Varsjár rakst ég á síðu á Facebook, Tannlæknirinn í Varsjá. Vitandi að ég hefði brotið upp úr jaxli, og að tannlæknirinn minn væri hættur vegna aldurs ákvað ég að afla mér upplýsinga!

Ég hafði samband við Sigrúnu, sem heldur úti síðunni og forvitnaðist um málið.

Capture
Mynd fengin að láni hjá google.com

Hún sagði mér frá því að þau hjónin hefðu farið til þessa tannlæknis í nokkur ár, og fólk hefði alltaf verið að spyrja þau út í það, svo hún hefði á endanum farið að verða milligöngumaður um tímapantanir o.þ.h. og í dag fer hún út með hópa nokkrum sinnum á ári.

Þegar ég skoðaði verðskrá fyrirtækisins, My dental clinic, ákvað ég bara að prófa! Stuttu seinna lenti maðurinn minn líka í því að brjóta tönn, þannig ég ákvað að þetta yrði eins konar óvissuferð fyrir okkur bæði og bókaði tíma fyrir hann líka!

Related image
Stofan þar sem við hittum tannlækninn, allt mjög nýtískulegt og flott. Mynd fengin að láni hjá mydentalclinic.pl

Við áttum semsagt bókaðan tíma kl. 16.00 á föstudeginum, og það væri kannski ekki ofsögum sagt að við hefðum verið pínu stressuð, og þá kannski sér í lagi annað okkar – vísbending: það var ekki ég.

Þegar við mættum á staðinn sáum við þessa fínu og flottu nútímalegu tannlæknastofu. Við byrjuðum bæði í röntgen myndatöku (svona mynd sem sýnir allan tanngarðinn í einu), og svo settist ég inn til læknisins í viðtal. Hann skoðaði myndina, spurði hvort ég vissi um eitthvað og skoðaði svo allt mjög vel.

Biðstofan. Mynd fengin að láni hjá mydentalclinic.pl

Eftir það lagði hann fyrir mig hvað honum finndist þurfa að gera, og hvort ég vildi ekki láta laga það allt. Ég var með einn brotinn jaxl og eina skemmd sem ég vissi um, en svo sá hann að ég var með skammtímafyllingu í einni tönn og einhverja sprungu á öðrum stað. Ég sagði honum bara að byrja, og sá fyrir mér að vera þarna að eilífu!

En viti menn – með tannsteinshreinsun og flúormeðferð, þá var ég í stólnum í minna en einn og hálfan klukkutíma! Maðurinn var fáránlega snöggur (m.v. þá tannlækna sem ég hef verið hjá allavega), vandvirkur og flinkur.

Ef að ég var búin tók hann eiginmanninn inn, og var mjög snöggur með hann. Eftir viðgerðir og hreinsun bað svo læknirinn um að fá að taka selfie með okkur; sem má sjá hér. Já, eins og sjá má er hann fjallmyndarlegur!

received_1658628504251385

Eins og ég sagði, þá voru fjögur atriði hjá mér sem þurfti að lagfæra, auk bara eftirlits og tannsteinshreinsunar, og svo flúor-aði hann líka tennurnar. Reikningurinn fyrir minn hluta var upp á kr. 60.000. Ég hugsaði með mér að það væri kannski svolítið meira en ég gerði ráð fyrir, en aftur á móti hefðu verið tvær viðgerðir sem ég gerði ekki ráð fyrir. Auk þess geri ég ráð fyrir að þetta hefðu verið að lágmarki 3 heimsóknir til tannlæknisins míns hér á landi, og það hefði aldrei kostað minna.

En ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, og fann þrjár verðskrár frá tannlæknum hér á landi upp á samanburðinn:

Verð sýna samtals upphæð: deyfingar – 2 stk, stór viðgerð – 1 stk, lítil viðgerð – 3 stk, tannsteinshreinsun, flúor, röntgen (ég geri samt ráð fyrir að í verðskrám íslensku tannlæknanna sé bara átt við venjulegar „gamaldags“ röntgen myndir) og viðtal.

Við tökum þessu samt með þeim fyrirvara að ég er ekki tannlæknir og veit ekki hvort ég hafi alltaf valið rétt af verðlista íslensku læknanna, en ég reyndi þá alltaf að taka ódýrasta kostinn sem gæti passað.

Miðað við þessa töflu mína var ég að spara mér allt að því 50% – og m.v. að ferðin með hóteli og öllu kostaði innan við 60.000, þá er ég mjög sátt.

Aftur á móti hefðum við aldrei gert okkur ferð til Varsjár til að fara í þessar tannviðgerðir, en ég sé vel hvers vegna fólk velur að fara erlendis í stærri tannviðgerðir, þegar það getur sparað hundruð þúsunda – þrátt fyrir að reiknað sé með ferðakostnaði!

En reynslan okkar af þessu var alveg frábær, og við munum klárlega fara aftur til þeirra þegar við förum aftur til Varsjár. Mæli líka eindregið með að hafa samband við Sigrúnu, á Facebook-síðu Tannlæknisins í Varsjá, hún getur svarað öllum spurningum!

Image may contain: screen and indoor
Röntgenherbergið. Mynd fengin að láni á facebooksíðu Tannlæknisins í Varsjá. 

1 athugasemd við “Að fara til tannlæknis í Póllandi”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s