Lífið

Ljósmyndabækur

Frá því að við fórum í fyrstu utanlandsferðina með dætur okkar höfum við haft þann sið að gera myndabækur úr ferðunum. Það verður til þess að myndirnar eru skoðaðar miklu oftar, og minningarnar verða ljóslifandi.

Nú þegar eigum við þrjár, en við fórum árið 2016 til Benidorm, og árið 2017 til Flórída. Árið 2017 fórum við líka með tengdafjölskyldunni til Hollands.

Bækurnar hef ég pantað að utan, snapfish.com, og þær hafa reynst vel. Þær hafa verið skoðaðar mikið, ég leyfi stelpunum að ganga í þær og það sér varla á þeim.

Ég hef haft þann háttinn á að vinna bókina á vefsíðunni þeirra, en bíða svo með að panta þar til bækurnar fara á afslátt (best að skrá sig á póstlistann hjá þeim, og fá tilkynningu), en algengt er að þær séu á 40% og upp í tæplega 80% afslætti. Það borgar sig því að vera á póstlistanum, til að fá tilkynningar beint í tölvupósti.

Þetta verður til þess að myndirnar eru skoðaðar oftar, og fríin mikið rædd. Ef myndirnar eru bara geymdar rafrænt sýnir reynslan bara að maður skoðar þær sjaldnar, og börnin hafa lítinn sem engan aðgang að þeim, og því gleyma þau hraðar. Mæli eindregið með þessu, en það eru margir aðilar sem bjóða upp á svona bækur, bæði hérlendis og erlendis!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s