Ferðalög

París – fyrri hluti

Þegar ég byrjaði að blogga um Varsjá komst ég að því að ég þurfti líka að tjá mig um París, jafnvel þótt það sé orðið ár síðan. Hver veit, kannski kemur meira seinna? Af nógu er að taka!

Við fórum til Parísar í apríl 2017, en hvorugt okkar hafði verið eitthvað voðalega æst yfir að fara þangað. Við höfðum heyrt marga dásama París, og tókum því bara með fyrirvara – en borgin gersamlega heillaði okkur! Þegar við ákváðum að fara til Parísar var eiginlega það eina sem heillaði mig að sjá Notre Dame og fara upp í turnana, en það skrifast á hvað ég hélt mikið á Disney myndina um Hringjarann frá Notre Dame sem barn.

Fallega Notre Dame

Við keyrðum suður, gistum á Keflavík Bed and Breakfast – sem er alveg frábær byrjun á fríinu (eða endir ef því er að skipta), og flugum svo út morguninn eftir með Icelandair. Á Keflavík Bed and Breakfast er boðið upp á að geyma bílinn, sækja og skutla á flugvöll, gistingu og morgunmat. Frá því að við prófuðum þjónustuna þeirra fyrst, höfum við verið þar í öll skipti sem við förum erlendis, að Hollandsferðinni 2017 frátalinni.

Image result for mercure hotel paris centre tour eiffel
Mynd fengin að láni hjá booking.com

Við gistum á Hotel Mercure Paris Centre Tour Eiffel, sem var bara ljómandi fínt og þrifalegt. Hótelið var mjög stutt frá Eiffelturninum, svo maður sá í hann út um gluggann. Morgunmaturinn var góður og hótelbarinn gerði alveg prima kokteila!

Eiffelturninn frá hóteltröppunum.

Við bókuðum okkur ferð með leiðsögumanni í Eiffelturninn, en hann var bara rétt handan við hornið frá hótelinu okkar. Við fórum þangað strax fyrsta daginn, bara eftir að við höfðum innritað okkur á hótelið.

Uppi í Eiffel turninum.

Leiðsögumaðurinn hét Kevin, var mjög klár og þekkti söguna vel. Hann kynnti borgina vel fyrir manni, en hann gekk með okkur hringinn í turninum og benti okkur á helstu kennileiti og sagði okkur sögu þeirra, auk þess að segja sögu turnsins sjálfs. Innifalið í ferðinni var svokallaður „Skip-the-line“ miði, svo við þurftum ekki að bíða í röð – mæli eindregið með því, röðin var heljarlöng.

Dásamlegt útsýni!

Turninn er 324 metra hár, en fyrsta stopp er í 115 metra hæð. Lyftan upp á fyrsta pallinn er utanáliggjandi (en ekki hvað, turninn er bara víravirki!) og hnén voru við það að gefa sig – ég sver það!

Kevin var með okkur í um klukkustund, en svo kvaddi hann okkur í turninum. Þá gátu þeir sem vildu farið alveg upp í topp – og heilög María hvað það var hátt uppi.

Við vorum átta manna hópur í París, svo við bókuðum skoðunarferð um Versali sem var bara fyrir hópinn okkar. Við vorum sótt á hótelið og keyrð í Versali þar sem við hittum leiðsögumanninn okkar, Pauline. Hún var mjög skemmtileg og fróð, sagði okkur margar sögur af kóngafólki og þjónustufólki þar sem hún fylgdi okkur um bæði höllina og garðinn. Ferðin var hálfur dagur, en við vorum komin aftur á hótelið um 14.00.

Versalir
Speglasjálfa Í Versölum
Speglasalurinn

Það er eiginlega ótrúleg upplifun að koma í Versalahöllina, þvílíkur íburður! Öll gylling er ekta gull!

Um kvöldið héldum við í kvöldverðarsiglingu um Signu á fleyinu Le Calife, en það var alveg frábært! Sigling með góðum vinum í frábæru umhverfi á hlýju vorkvöldi – þetta er held ég það sem lífið snýst um!

Image result for le calife paris
Le Calife. Mynd fengin að láni hjá tripadvisor.com
Eiffelturninn frá Signu.

Seinni hlutinn dettur inn fljótlega, en ég mæli klárlega með ferð með leiðsögumanni um Eiffel og Versali!

Lestu um framhald Parísarferðarinnar hér.

2 athugasemdir við “París – fyrri hluti”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s