Ferðalög

Flórída 2017 – 2. kafli

Lestu fyrri kafla hér.

Alltaf þegar við förum til Flórída förum í við Outlet, eins og flestir Íslendingar. Okkar uppáhalds er St. Augustine Premium Outlets, en þar er að finna t.d. Adidas, Nike, Reebok, Children’s Place, Carter’s, Gap, Skechers o.fl. o.fl. Alltaf þegar maður fer til Bandaríkjanna á maður að prenta út miða frá Icelandair upp á coupon book  í Outlettunum – hver hefur eitthvað á móti auka afslætti? Ég finn ekki afsláttarmiðabókina á síðunni þeirra lengur, en það má þá sækja hana hér.

20171024_101253
Rakel Yrsa fann sér nýjan félaga í Outletinu.

Í þetta skipti fengum við okkur hótelherbergi í St. Augustine, sem var rétt við ströndina. Við lögðum af stað frá Jax snemma morguns, drifum Outletin af, innrituðum okkur og héldum svo á ströndina. Það var áliðið dags þegar við komum á ströndina, og fáir að sóla sig (enda kominn seinni hluti október, þá finnst Flórídabúum ekki hlýtt, þótt Íslendingar svitni!).

Við óðum pínu í sjónum og byggðum svolítið úr sandi. En þá tókum við eftir pari sem stóð í flæðarmálinu og starði út á sjóinn. Svo sáum við það; það var hákarl svamlandi rétt við ströndina, bara örfáa metra frá flæðarmálinu. Bara eiginlega rétt þar sem við stelpurnar höfðum verið að leika okkur nokkrum mínútum fyrr! Við hættum snarlega að svamla í sjónum og byggðum bara meira úr sandi og týndum nokkrar skeljar!

20171025_085544_001
Fallegt að horfa út af svölunum á hótelherberginu í St. Augustine.

Við gistum á La Fiesta Ocean Inn & Suites, sem var uppsett eins og mótel. Herbergið okkar sneri að sjónum og því var fallegt útsýni. Það var svona á að giska þriggja mínútna gangur frá herberginu og á ströndina! Morgunmaturinn var mjög furðulegur, en um kvöldið þurftum við að merkja við hvað við vildum í morgunmat og setja miðann utan á hurðina. Svo um morguninn fengum við hann afhentan, og þetta var lélegasti morgunmatur sem ég hef fengið á hóteli – bara eitthvað grín! Við fórum á Dunkin og fengum okkur örlitla ábót!

Jacksonville Zoo er skemmtilegur dýragarður þar sem hægt er að eyða nokkrum góðum tímum. Þar eru ljón og gíraffar, úlfar og krókódílar, fuglar og tígrisdýr, og margt fleira. Þar er líka apagarður, en hann var lokaður vegna endurbóta. Stelpurnar skemmtu sér vel, og eiginmaðurinn hafði held ég mest gaman að skriðdýrahúsinu!

20171027_115238
Tígrisdýrabúrið var báðu megin við gangveginn, og yfir gangveginn lá svona göngubrú fyrir tígrisdýrin. Þessi var tveggja ára, rosalega falleg.

Adventure landing er eins konar Arcade eða leikjasalur, þar sem má finna sér ýmislegt til dundurs. Þar voru t.d. aligatorar í vatni fyrir utan og það var hægt að fóðra þá. Minigolf, mjög rólegt go-kart, sem hefði hentað stelpunum vel til að keyra o.fl. Við fórum í minigolf, sem var í fyrsta skipti sem stelpurnar fóru í minigolf. Við skemmtum okkur vel, en einn aðilinn var kannski svolítið tapsár… og það var ekki ég!

20171027_184800
Minigolf.

Þá var komið að seinni spa-deginum mínum, en ég fór í Mona Lisa Day Spa and Nail Boutiqe, en ég fann alveg frábært tilboð á Groupon.com. Fyrir $149 fór ég í andlitsmeðferð, nudd, hand- og fótsnyrtingu og klukkutíma aðgang að heitum potti og sauna hjá þeim. Þetta var alveg dásamlegt og ég kom svo endurnærð út! Allar meðferðirnar voru svo vel heppnaðar og yndislegar – ég fer klárlega aftur á þessa snyrtistofu næst þegar ég fer!

Image result for mona lisa day spa jacksonville fl
Heitur pottur og afslöppun í Mona Lisa Day Spa. Mynd fengin að láni hjá themonalisadayspa.com. Hvítt í glasi og slökun!

Lestu áfram um Flórídadvölina hér.

3 athugasemdir við “Flórída 2017 – 2. kafli”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s