Tíminn sem okkur er skammtaður er takmarkaður, þótt maður geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Við verðum ekki hérna að eilífu, og verðum að gera það mesta úr því sem við höfum. Samkvæmt Hagstofunni var meðalævilengd karla á Íslandi árið 2014 80,6 ár og kvenna 83,6 ár.

Ég er 32 ára. Ef við drögum 5 ár af meðal lífslíkum vegna offitu; þá má ég gera ráð fyrir að verða 78,5 ára. Þá eru bara 46,6 ár eftir (eða 17.006 dagar) – styttist í að ég verði hálfnuð. Hvað langar mig að gera áður en ég dey? (Ég geri mér alveg grein fyrir að ég gæti dáið á morgun eða ég gæti orðið 100 ára, en með því að miða við meðaltöl getur maður sett þetta í eitthvert samhengi)

Þannig ég fór að skoða annarra manna „Bucket list“ á Google og Pinterest, skrifaði niður hvað mig langar að gera og spurði nokkrar vinkonur. Og eftir töluverða yfirlegu telur listinn 110 atriði, sem ég skipti niður í fjóra flokka. Vonandi mun listinn svo lengjast seinna meir. Og það er vert að nefna að röð atriða skiptir engu máli um mikilvægi þeirra.

Ferðalög:
- Sjá Macchu Picchu (Inkar)
- Sjá Chichen Itza (Mayar)
- Sjá Miklagljúfur (Grand Canyon)
- Ganga um Las Vegas Strip
- Sjá Hvíta húsið
- Skoða Akrópólis
- Sjá Sagrada Familia
- Heimsækja Vetrarhöllina
- Sjá pýramídana og Sphinxinn
Sjá hringleikahúsið í RómHeimsækja VatíkaniðGolden Gate, San Francisco 2006. - Ganga á Kínamúrnum
- Fara til Vín
- Fara til Marrakesh
- Fara til Möltu
- Fara til Mexíkó
Fara til Ítalíu- Fara til Króatíu
- Fara til Slóveníu
- Fara til Grikklands
- Fara til Costa Rika
- Fara til Tælands
- Fara til Kína
- Fara til St. Pétursborgar
- Fara til Jerúsalem
- Fara til Istanbúl
- Fara til Sri Lanka
- Fara til Petra í Jórdaníu
Fara í London Eye- Vera á hóteli með öllu inniföldu
- Heimsækja Prince Edward Island (Anna í Grænuhlíð)
- Fara til Atlanta á slóðir á Hverfanda hveli
- Fara í ferð sem snýst um sjálfsrækt
- Sjá hin nýju sjö undur veraldar (Kínamúrinn, Kristsstyttan í Rio, Macchu Picchu, Chichen Itza,
Colosseum í Róm,Taj Mahalog Petra í Jórdaníu) - Heimsækja 30 lönd fyrir fimmtugt (Bara 12 búin – 17 ef ég má telja hvert ríki í Bandaríkjunum sem „land“)
- Sigla á gondól í Feneyjum
Lótushofið, Nýja Dehlí 2012. - Sjá hrísgrjónaakra
- Fara á fljótandi markað
- Baða mig í dauðahafinu
- Heimsækja útrýmingarbúðir
- Stelpufrí
- Fara á slóðir Vestur-Íslendinga
- Sjá Niagara fossana
- Fara í siglingu á skemmtiferðaskipi
- Fara í ferðalag sem einhver annar skipulagði
- Eyða heilum degi (eða svo gott sem) á ströndinni
- Komast út úr Escape Room í 10 löndum (Pólland tékk, Ísland tékk, Skotland tékk, Þýskaland tékk, Ítalía tékk, Bandaríkin tékk, England tékk)
- Þvælast um slóðir Johns Steinbeck

Sport/adrenalín:
- Klifra upp í topp á klifurvegg
- Prófa kaðlaþrautabraut (Ropes Course)
- Prófa Kayak
Fara í trampólíngarð- Fara í Go Cart (Hef gert það, en langar aftur)
- Synda með höfrungum
- Fara í íshellinn í Langjökli (Into the Glacier)
- Prófa svifflug
Prófa að leika sér á inflatable island- Prófa tubing í á (semsagt ekki tilbúinni á)
- Synda með sækúm á Flórída
- Prófa SUP
- Fara á hundasleða
- Stökkva af kletti (hef prófað, en langar aftur)
- River Rafting (hef gert það, en langar aftur)
- Prófa að Zorba
Zipline!

Upplifun:
- Skjóta af byssu
- Fljúga í þyrlu
Minnismerki Mahatma Ghandi, Nýja Delhi 2012 Stökkva fullklædd í sundlaugMurder Mistery- Vera í sjónvarpssal (erlendis)
Stökkva í foam pit- Prófa froðudiskó – já ég veit, full gömul í þetta!
- Fljúga í loftbelg
- Sjá sólarupprás og sólarlag
- Fara í sumarfrí í alla landsfjórðunga með fjölskyldunni
- Fara í alvöru lautarferð
- Renna sér á dekkjaslöngu í snjónum
- Vera dregin á dekkjaslöngu á Pollinum
- Vera farþegi í listflugi
- Fá mér kokteil á bar á efstu hæð háhýsis (Rooftop bar)
- Fara til Grímseyjar og standa á heimskautsbaugnum
- Mæta á ráðstefnu um ZeroWaste eða Green living
- Prófa vélsleða (keyra sjálf!)
- Sitja aftan á mótorhjóli
- Fara í útreiðatúr, helst með eldri dótturinni
Fara á tónleika- Djamma alla nóttina

Persónulegt:
- Drekka ekkert nema vatn í mánuð
- Ferðast ein
Yosemite þjóðgarðurinn, Kalifornía 2006 - Mæta á Júbileringu (já, var fjarverandi í öll hin skiptin..)
- Skrifa bók (bloggið er skref í áttina, maður skrifar ekki texta sem er tækur til útgáfu nema æfa sig að skrifa fyrst.)
Fara í myndatöku, bara ég. Ekki fjölskyldumyndataka.Eignast demantshring- Hlaupa 5K (ekki að fara að gerast á morgun eða hinn…)
- Aftengjast í viku
- Prófa íbúðaskipti
- Ná kjörþyngd
- Láta einhvern annan velja bók fyrir sig að lesa
Fara í boudoir myndatökuBorða engin sætindi í mánuð- Klára að lesa 1.000 bækur (592 komnar…)
- Taka sjálfsmynd í hverri viku í ár
Búa til lista yfir 100 bækur sem ég verð að lesa, og ljúka við hann.- Klára kvartlaus áskorunina (armbandið komið…)
- Klára hrúguna af ólesnum bókum sem ég á (telur hátt í 700 titla – passar fínt með nr. 14)
- Þegja í heilan dag
Fá mér húðflúr(já ég veit, ekki líkt mér)- Koma á einhverskonar heimilisbókhaldi (já, I know – þetta er eitthvað sem ég sökka í!)
- Skipuleggja jarðarförina mína
- Kaupa enga bók í heilt ár (listinn verður að vera metnaðarfullur?)

Ég mun svo uppfæra listann hægt og rólega, eftir því sem hlutirnir gerast. En það er nú bara svo með bucket-lista að þeir klárast sjaldnast, en lengjast frekar. En með því að hafa lista yfir hluti sem þig langar til að upplifa ertu líklegri til að koma því í verk!

Vissulega er margt fleira sem gæti verið á listanum, og þá sérstaklega í ferðalagaflokknum, en hinir þóttu mér örlítið erfiðari.

Það er margt sem ég hefði haft á listanum ef ég hefði ekki nú þegar gert það; t.d. San Francisco og Golden Gate, New York, Pamukkale og Efesus, Tyrkneskt bað (Hammam), söngleikur á Broadway o.fl. o.fl. Sumt er líka á listanum þótt ég hafi gert það áður, t.d. rafting, köfun, stökkva af kletti, Go cart…

Ég óska hér með eftir áhugasömum aðilum til að aðstoða mig við að „tékka“ atriði af listanum og vinum eða félögum sem langar að upplifa eitthvað af þessu með mér! 😀
2 athugasemdir við “Bucket list – hvað langar mig að gera áður en ég dey?”