Ferðalög, Lífið

Armbönd fyrir krakka í utanlandsferðum

Við höfum þvælst svolítið með stelpurnar síðustu tvö árin, en á tveimur árum höfum við farið með þær erlendis þrisvar sinnum, alls í rúmar 4 vikur.

Í fyrsta skipti gripum við svona „ stökktu“ tilboð til Benidorm yfir þrítugsafmælið mitt, svo ég hugsaði ekkert út í þetta; en í seinni tvö skiptin höfðum við vit á því: að merkja börnin ef þau skyldu skiljast við okkur.

img_20180727_111259_9461829639566.jpg

Við keyptum okkur í fyrrasumar armbönd úr plasti sem maður skrifar á með penna sem festist. Þau dugðu ágætlega, en stelpurnar voru frekar þreyttar á þeim og gjarnar á að taka þau af. Lásinn á þeim var úr plasti og auðvelt að taka þau af, en þau voru samt mikið notuð í fyrri ferðinni í fyrra.

Í seinni ferðinni, þá voru þau lítið notuð, og lásinn á öðru þeirra gaf sig.

Þannig að; þegar ég rakst á sílíkon armbönd með stálplötu þar sem upplýsingarnar eru grafnar í, þá stökk ég til.

img_20180730_102329622498087.jpg

Ég borgaði fyrir þau rétt um 2.000 krónur, og svo rúmar 700 þegar ég sótti þau á pósthúsið. Maður ræður textanum alfarið sjálfur, svo gott er að taka fram ofnæmi eða alvarleg veikindi, séu þau til staðar.

img_20180730_1026451194890899.jpg

Ég hafði nöfnin þeirra, símanúmer okkar foreldranna og svo að þær tali íslensku. Hugsunin á bak við það er að ef eitthvað gerist sem gerir það að verkum að við pabbi þeirra verðum ekki til staðar til að tala fyrir þær, þá er einfaldara fyrir yfirvöld að finna túlk, ef þeir vita hvaða tungumál þetta er.

img_20180730_1025411638878505.jpg

Armböndin voru í boði í sex litum, Rakel valdi sér svart en Eyrún bleikt. Auk þess var hægt að fá fjólublátt, blátt, rautt og gult. Eins og sjá má á myndinni er lásinn mjög veglegur.

img_20180730_102457537018960.jpg

Þau koma í einni stærð, en maður klippir sílíkonólina bara til í hæfilega lengd. Lásinn er með klemmum, svo það er auðvelt að losa hann af ólinni og festa hann svo aftur þegar maður er búinn að klippa ólina í rétta lengd. Plötuna með merkingunum má svo bara færa til á réttan stað á ólinni.

img_20180730_102415971898669.jpg

Ég er afskaplega hrifin af þessum armböndum, og hlakka til að nota þau á Flórída í vor. Stelpurnar voru með þau heilan dag um daginn og fannst þau virkilega flott og þægileg, og vildu helst ekki að ég tæki þau og geymdi. En mamma ræður – svo nú liggja þau hjá Evrópsku sjúkratryggingakortunum þeirra og vegabréfunum, og bíða eftir næstu ferð!

Armböndin fengum við hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s