Bækur

Uppáhalds bækurnar mínar – 3. hluti

Í dag tala ég um annan nóbelshöfund og einn enn af mínum uppáhalds íslensku.

Khaled Hosseini skrifar ekki bækur sem eru auðveldar aflestrar, þær eru tilfinningalega krefjandi. Flugdrekahlauparinn sló náttúrulega í gegn, og þótti frábær. En mér þótti Þúsund bjartar sólir engu síðri. Þúsund bjartar sólir fjallar um tvær eiginkonur sama mannsins, þar sem önnur getur ekki átt börn en hin seinni verður strax ófrísk.

Sumarljós, og svo kemur nóttin e. Jón Kalman Stefánsson. Jón Kalman er náttúrulega snillingur með pennann. Sumarljós, og svo kemur nóttin er um lífið og tilfinningarnar í litlu þorpi úti á landi, og maður kynnist persónunum svo vel. Mér þótti bókin dásamleg upplifun, því hún var meira en lestur.

sumarljos - Copy

Kamelíufrúin e. Alexandre Dumas yngri. Þetta er stærsta verk Alexanders Dumasar yngri, en sagan er sögð í óperunni La traviata eftir Verdi. Sagan fjallar um Marguerite Gautier sem er fylgdarkona við frönsku hirðina, og Armand Duval, burgeisa, sem verður ástfanginn af henni.

30640 - Copy

Kristín Lafranzdóttir e. Sigrid Undset. Sigrid Undset fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1928. Sagan um Kristínu Lafranzdóttur gerist á miðöldum, og fylgir Kristínu frá vöggu til grafar. Það eru pólitískir umbrotatímar í Noregi, og Kristín verður leiksoppur karlmanna og örlaganna – en hún er samt sterkur karakter. Bækurnar um Kristínu eru þrjár; Kransinn, Húsfrúin og Krossinn, og ég hreinlega varð yfir mig hrifin af þeim. Ég varð svo hrifin að ég vildi ekki klára þær strax og ætlaði að geyma mér síðustu bókina. Síðan eru liðin 10 ár, þannig ég hugsa að ég verði að byrja upp á nýtt til að klára síðustu bókina!

25034-large_default - Copy

Hér er fyrri póstur um uppáhalds bækur.

1 athugasemd við “Uppáhalds bækurnar mínar – 3. hluti”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s