Lífið

Portrettmyndataka í Regent’s Park

Nú þegar Bucket listinn er kominn á blað, þá er ekki seinna vænna en að byrja að strika út af honum.

Þegar ég fór til London fór ég í förðun og létta hárgreiðslu og skellti mér í myndatöku. Ég mælti mér mót við ljósmyndara, hann hitti mig á hótelinu mínu og við gengum saman í Regent’s Park þar sem við vörðum klukkustund í myndatökur.

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

10 myndir voru innifaldar í myndatökunni, en það var svo erfitt að velja að ég endaði með að kaupa aðrar 10 af honum.

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

Ég get ekki annað sagt en ég sé nokkuð ánægð með niðurstöðuna!

Ef einhver er í svipuðum hugleiðingum get ég ekki annað ég mælt með ljósmyndaranum; hann heitir Shen og myndirnar hans og upplýsingar til að ná í hann má finna á heimasíðunni hans. Hann hafði virkilega þægilega nærveru, og var einstaklega faglegur og flottur.

Þótt hann vissi að ég væri á ferðalagi og lægi ekkert á að fá að sjá myndirnar, þar sem ég hefði engan tíma til að skoða og velja fyrr en um viku síðar, þá var hann klár með þær á þrem dögum!

4 athugasemdir við “Portrettmyndataka í Regent’s Park”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s