Nú þegar Bucket listinn er kominn á blað, þá er ekki seinna vænna en að byrja að strika út af honum.
Þegar ég fór til London fór ég í förðun og létta hárgreiðslu og skellti mér í myndatöku. Ég mælti mér mót við ljósmyndara, hann hitti mig á hótelinu mínu og við gengum saman í Regent’s Park þar sem við vörðum klukkustund í myndatökur.
10 myndir voru innifaldar í myndatökunni, en það var svo erfitt að velja að ég endaði með að kaupa aðrar 10 af honum.
Ég get ekki annað sagt en ég sé nokkuð ánægð með niðurstöðuna!
Ef einhver er í svipuðum hugleiðingum get ég ekki annað ég mælt með ljósmyndaranum; hann heitir Shen og myndirnar hans og upplýsingar til að ná í hann má finna á heimasíðunni hans. Hann hafði virkilega þægilega nærveru, og var einstaklega faglegur og flottur.
Þótt hann vissi að ég væri á ferðalagi og lægi ekkert á að fá að sjá myndirnar, þar sem ég hefði engan tíma til að skoða og velja fyrr en um viku síðar, þá var hann klár með þær á þrem dögum!
4 athugasemdir við “Portrettmyndataka í Regent’s Park”