Ég er búin að gera mér lista yfir það sem þarf að pakka þegar ég fer erlendis, til að minnka stress. Að sjálfsögðu er mismunandi hvað maður þarf að hafa með sér, eftir hvert maður er að fara, hversu lengi og hvað maður er að fara að gera. En þetta er grunnlisti sem ég styðst gjarnan við, og þar sem ég fór til Glasgow um helgina datt mér í hug að deila listanum mínum!

Fatnaður
Sundföt
Nærföt
Náttföt
Bolir
Peysa
Buxur
Stuttbuxur
Yfirhöfn

Snyrtivörur o.fl.
Tannbursti og tannkrem
Förðunarvörur og hreinsir
Svitalyktareyðir
Eyrnapinnar
Lyf
Naglaklippur
Plokkari
Chafe Stick (Þetta er algjör snilld fyrir þá sem fá auðveldlega nuddsár)
Verkjalyf
Sólarvörn

Handfarangur
Bók (og helst tvær)
Lesljós
Varasalvi (loftið í flugvélum er alltaf svo þurrt!)
Nefúði (nefið á mér stíflast alltaf í flugvélum, og þá verð ég oft flugveik..)
Vegabréf
Veski
Hálspúði
Sólgleraugu
Hleðslutæki
Heyrnartól
Augngríma
Handspritt
Reiðufé
Tryggingakort ef ferðast er innan Evrópu.
Pappírar: flugmiðar, hótelstaðfestingar, staðfestingar á afþreyingu, bílaleigubíl…
Rör
Penni
Pakki af bréfþurrkum

Ýmislegt
Þvottastykki til að þrífa farða
Töskuvog
Bakpoki
Selfiestöng
Regnhlíf
Fjölnotapoki
Hleðslubanki
Millistykki til að geta sett í samband
Ökuskírteini (svosem ekki nauðsyn ef maður er ekki að fara að keyra, en sumstaðar er maður beðinn um skilríki þegar maður greiðir með kreditkorti, og mér finnst svolítið óþægilegt að vera alltaf með vegabréfið á mér)

Ég reyni almennt að ferðast mjög létt, taka eins lítið með og ég kemst af með. En það helgast nú aðallega af því að ég hef hingað til verið að versla duglega þegar ég fer erlendis, en nú ætla ég mér að bæta það og versla minna – enda farin að fara mun örar. Þá kemur upp á móti að maður þarf að taka meira með sér. Ég t.d. kom með hrein föt sem ég hafði pakkað niður heim frá London, en það hefur aldrei gerst áður held ég!
Ef þig vantar pökkunarlista, þá geturðu fengið þennan í prentvænni útgáfu hér: Pökkunarlisti
Hverju pakkar þú alltaf þegar þú ferð erlendis?
1 athugasemd við “Að pakka fyrir utanlandsferð”