Jæja, nú er ég búin að setja saman lista yfir bækur sem ég ætla að lesa, eins og ég einsetti mér á Bucket listanum.
Á listanum er bæði klassík og nýlegar bækur, eftir íslenska höfunda og erlenda, á íslensku og ensku, fyrir börn og fullorðna…
Ég les nánast einungis á íslensku, og það kemur ekki til af slakri enskukunnáttu, heldur þeirri sannfæringu að við notum ensku svo mikið frá degi til dags, horfum á sjónvarpsefni á ensku, lesum greinar og hlustum á hlaðvörp á ensku o.s.frv., að það veitir ekki af að lesa góðan íslenskan texta til að halda við íslenskunni hjá sér.
Listinn er í stafrófsröð, en engri sérstakri lesröð eða áhugaröð.
1 | 12 years a slave | Solomon Northup | |
2 | Ævintýri Pickwicks | Charles Dickens | |
3 | All the light we cannot see | Anthony Doerr | |
4 | Allt sundrast | Chinua Achebe | |
5 | Anna í Grænuhlíð serían | L.M. Montgomery | |
6 | Auðar-þríleikurinn | Vilborg Davíðsdóttir | |
7 | X | Aulabandalagið | John Kennedy Toole |
8 | Bréf til Láru | Þórbergur Þórðarson | |
9 | Búddenbrooks | Thomas Mann | |
10 | Býr Íslendingur hér | Garðar Sverrisson | |
11 | X | Dagbók Önnu Frank | Anna Frank |
12 | Dalalíf | Guðrún frá Lundi | |
13 | Dauðar sálir | Nikolai Gogol | |
14 | X | Davíð Copperfeld | Charles Dickens |
15 | Dimmur hlátur | Sherwood Anderson | |
16 | Ditta Mannsbarn | Martin Andersen Nexö | |
17 | Dreggjar dagsins | Kazuo Ishiguro | |
18 | X | Duld | Stephen King |
19 | Duttlungar örlaganna | John Steinbeck | |
20 | Ef að vetrarnóttu ferðalangur | Italo Calvino | |
21 | X | Elskhugi lafði Chatterley | D.H. Lawrence |
22 | Ethan Frome | Edith Wharton | |
23 | Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar | Guðbergur Bergsson | |
24 | Fjötrar | W. Somerset Maugham | |
25 | Framúrskarandi dætur | Katherine Zoepf | |
26 | X | Frankenstein | Mary Shelley |
27 | Gamli maðurinn og hafið | Ernest Hemingway | |
28 | X | Gerpla | Halldór Laxness |
29 | Glerhjálmurinn | Sylvia Plath | |
30 | Glitra daggir, grær fold | Margit Söderholm | |
31 | X | Gösta Berlingssaga | Selma Lagerlöf |
32 | Græna mílan | Stephen King | |
33 | Grænn varstu dalur | Richard Llewellyn | |
34 | Grámosinn glóir | Thor Vilhjálmsson | |
35 | Greifinn frá Monte Cristo | Alexandre Dumas | |
36 | Gróður jarðar | Knut Hamsun | |
37 | X | Halla og Heiðarbýlið | Jón Trausti |
38 | Harry Potter serían | J.K. Rowling | |
39 | Helreiðin | Selma Lagerlöf | |
40 | Hetja vorra tíma | Mikhail Lermontov | |
41 | Hinir smánuðu og svívirtu | Fjodor Dostojevski | |
42 | Hundrað ára einsemd | Gabriel Garcia Marquez | |
43 | Hundrað dyr í golunni | Steinunn Sigurðardóttir | |
44 | Húsið á sléttunni serían | Laura Ingalls Wilder | |
45 | Hvítklædda konan | Wilkie Collins | |
46 | Í ættlandi mínu | Hulda | |
47 | X | Í góðu hjónabandi | Doris Lessing |
48 | Í Skálholti | Guðmundur Kamban | |
49 | Íslenskur aðall | Þórbergur Þórðarson | |
50 | Kaffihús tregans | Carson McCullers | |
51 | Kantaraborgarsögur | Geoffrey Chaucer | |
52 | Karamazov bræðurnir | Fjodor Dostojevski | |
53 | Konan í dalnum og dæturnar sjö | Guðmundur Hagalín | |
54 | Kóralína | Neil Gaiman | |
55 | Krókódílastrætið | Bruno Schulz | |
56 | Land og synir | Indriði G. Þorsteinsson | |
57 | Langur vegur frá Kensington | Muriel Spark | |
58 | Lesið í snjóinn | Peter Höeg | |
59 | Leyndardómar Parísarborgar | Eugene Sue | |
60 | Lolita | Vladimir Nabokov | |
61 | María Stúart | Stefan Zweig | |
62 | Móðirin | Maxim Gorky | |
63 | Mrs. Dalloway | Virginia Woolf | |
64 | Nafn rósarinnar | Umberto Eco | |
65 | Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum | John le Carré | |
66 | Nonni og Manni | Jón Sveinsson | |
67 | Norwegian Wood | Haruki Murakami | |
68 | Nóttin blíð | F. Scott Fitzgerald | |
69 | Öreigarnir í Lódz | Steve-Sem Sandberg | |
70 | Pelli Sigursæli | Martin Andersen Nexö | |
71 | Perlan | John Steinbeck | |
72 | Pósturinn hringir alltaf tvisvar | James M. Cain | |
73 | Punktur punktur komma strik | Pétur Gunnarsson | |
74 | Ráðskona óskast í sveit | Snjólaug Bragadóttir | |
75 | Ragtime | E.L. Doctorov | |
76 | X | Rakel | Daphne DuMaurier |
77 | Réttarhöldin | Franz Kafka | |
78 | Rómeó og Júlía | William Shakespeare | |
79 | Saga þernunnar | Margaret Atwood | |
80 | Saga tveggja borga | Charles Dickens | |
81 | Salka Valka | Halldór Laxness | |
82 | Spámennirnir í Botnleysufirði | Kim Leine | |
83 | Stikilsberja-Finnur | Mark Twain | |
84 | Sturlungaaldarbækurnar | Einar Kárason | |
85 | Svart blóm | John Galsworthy | |
86 | Svipur kynslóðanna | John Galsworthy | |
87 | The Other Boleyn Girl | Philippa Gregory | |
88 | The Tenant of Wildfell Hall | Anne Bronte | |
89 | Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum | Erich Maria Remarque | |
90 | X | Tíu litlir negrastrákar | Agatha Christie |
91 | Töframaðurinn frá Lúblín | Isaac Bashevis Singer | |
92 | Tómas Jónsson metsölubók | Guðbergur Bergsson | |
93 | Tvennir tímar | Knut Hamsun | |
94 | Umrenningar | Knut Hamsun | |
95 | X | Útlendingurinn | Albert Camus |
96 | X | Veröld ný og góð | Aldous Huxley |
97 | We Need to Talk About Kevin | Lionel Shriver | |
98 | Þóra frá Hvammi | Ragnheiður Jónsdóttir | |
99 | Þriðjudagar með Morrie | Mitch Albom | |
100 | Þúsund og ein nótt |
Mikið af titlunum á listanum eru bækur sem ég á nú þegar, bækur eftir höfunda sem ég hef lesið áður, bækur sem mér finnast hálf-ógnvekjandi, eða eftir höfunda sem ég hef aldrei lesið áður! Sumar verða áskorun, en aðrar verða auðveldar – en það er líka það sem þetta snýst um 🙂
Ég setti upp lista þar sem hægt er að merkja við það sem þú hefur lesið, endilega merktu við og deildu með mér hverjar þessara þú hefur lesið!
Það væri gaman að heyra frá þér ef þú hefur lesið eitthvað af þessum, eða ef það er einhver sem þér finnst sárlega vanta á listann!
1 athugasemd við “100 bækur sem ég ætla að lesa”