Mýs og menn e. John Steinbeck. Almennt elska ég allt sem John Steinbeck skrifaði, og mýs og menn er engin undantekning. Bækur Steinbecks eru á kjarnyrtu og fallegu máli, og mér þykir persónusköpun hans yndisleg.
Stúlka með perlueyrnalokk e. Tracy Chevalier. Ég var frekar efins með þessa þegar ég byrjaði á henni, en hún hreif mig með sér. Ég elska sögulegar skáldsögur, og þessi er alveg prima.
Tilræðið e. Yasmina Khadra. Þessi bók er mjög sérstæð. Fjallar um það þegar maður fær upphringingu þess efnis að konan hans hafi látist í sprengingu á veitingastað, og jafnvel beri ábyrgð á sprengingunni. Þetta kemur eiginmanninum í opna skjöldu, og við fylgjumst með honum takast á við þetta og leita skýringa.
Vonarstræti e. Ármann Jakobsson. Söguleg skáldsaga – og alveg listilega vel gerð! Hún fjallar um Skúla og Theódóru Thoroddsen á umbrotatímum í sögunni, þegar Ísland stefndi í átt að sjálfstæði. Þetta er mjög vel unnin heimildaskáldsaga, og persónurnar svo lifandi og skemmtilegar. Theodóra varð hreinlega vinkona mín við lesturinn.
Hér er fyrri póstur um uppáhalds bækur.
1 athugasemd við “Uppáhalds bækurnar mínar – 4. hluti”