Bækur

Uppáhalds bækurnar mínar – 4. hluti

Mýs-og-menn

Mýs og menn e. John Steinbeck. Almennt elska ég allt sem John Steinbeck skrifaði, og mýs og menn er engin undantekning. Bækur Steinbecks eru á kjarnyrtu og fallegu máli, og mér þykir persónusköpun hans yndisleg.

51LC5khe-DL

Stúlka með perlueyrnalokk e. Tracy Chevalier. Ég var frekar efins með þessa þegar ég byrjaði á henni, en hún hreif mig með sér. Ég elska sögulegar skáldsögur, og þessi er alveg prima.

5806-4001

Tilræðið e. Yasmina Khadra. Þessi bók er mjög sérstæð. Fjallar um það þegar maður fær upphringingu þess efnis að konan hans hafi látist í sprengingu á veitingastað, og jafnvel beri ábyrgð á sprengingunni. Þetta kemur eiginmanninum í opna skjöldu, og við fylgjumst með honum takast á við þetta og leita skýringa.

5609-4001

Vonarstræti e. Ármann Jakobsson. Söguleg skáldsaga – og alveg listilega vel gerð! Hún fjallar um Skúla og Theódóru Thoroddsen á umbrotatímum í sögunni, þegar Ísland stefndi í átt að sjálfstæði. Þetta er mjög vel unnin heimildaskáldsaga, og persónurnar svo lifandi og skemmtilegar. Theodóra varð hreinlega vinkona mín við lesturinn.

Hér er fyrri póstur um uppáhalds bækur.

1 athugasemd við “Uppáhalds bækurnar mínar – 4. hluti”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s