Vinkona mín, hún Guðrún, hefur gaman af ljósmyndun og hún hefur oftar en einu sinni myndað dætur mínar. Í haust tókum við okkur til og mynduðum þær, þar sem það er orðið langt síðan síðast. Út úr því komu jólagjafirnar fyrir ömmurnar og afana.
Ég læt myndirnar bara tala sínu máli.
Fjörðurinn var gullfallegur þennan kalda fallega haustdag, sem gerir myndirnar enn flottari. En það verður ekki af mér tekið að dætur mínar eru fallegar!