Bækur

Uppáhalds bækurnar mínar – 5. hluti

Sumar bækur sem verða vinsælar verða ekki endilega vinsælar vegna þess að þær eru stórbrotnar eða stórkostlegar. Stundum er bara um sammannlega sögu að ræða, einfalda og þægilega frásögn eða einfaldlega frábæra markaðssetningu.

Myndaniðurstaða fyrir húshjálpin

Húshjálpin e. Kathryn Stockett er ekki dæmi um þetta. Bókin varð feykivinsæl þegar hún kom út, og var mjög fljótt gerð bíómynd eftir henni. Mér þótti hún stórgóð, og hún er ein af þeim sögum sem ég gæti alveg hugsað mér að lesa aftur – og það er hrós, þar sem ég hef hingað til bara lesið eina bók tvisvar (og í seinna skiptið var það bara upprifjun til að geta lesið framhaldið).

Myndaniðurstaða fyrir borgarstjórinn af casterbridge

Thomas Hardy finnst mér yndislegur sögumaður, og dæmi um það eru Tess af D’Urberville ættinni  og Borgarstjórinn í Casterbridge. Ég man eftir að hafa séð þessa síðarnefndu í hillu sem unglingur og hugsað hvað þessi bók hlyti að vera leiðinleg. En nokkrum árum síðar sá ég gamlan kennara minn mæla með Tess á Facebook, svo ég náði mér í hana stuttu síðar. Án óþarfa málalenginga; þá heillaði hún mig upp úr skónum og við það kviknaði aftur lestraráhugi minn eftir tæp 3 ár af ungbarnastússi.

Myndaniðurstaða fyrir málverkið ólafur jóhann ólafsson

Málverkið e. Ólaf Jóhann Ólafsson er ein af mínum uppáhalds bókum eftir einn af mínum uppáhalds höfundum. Ég var svo lánsöm að vinna hana í einhverjum leik á Facebook, og ég gleypti hana í mig. Framan af fannst mér hún frekar róleg, en svo hreinlega leit ég ekki uppúr henni fyrr en ég var búin með hana.

Myndaniðurstaða fyrir sláttur hildur knútsdóttir

Hildi Knútsdóttur hafði ég aldrei heyrt um þegar ég fékk bók hennar, Slátt, senda í bókaklúbbnum Uglunni. Bókin var stutt og auðlesin, en það var eitthvað við söguna sem mér þótti svo heillandi. Ég man ekki eftir henni til að rekja söguþráðinn, en í stuttu máli fjallar hún um konu sem fær nýtt hjarta grætt í sig, en það fylgja því minningar og tilfinningar.

Hér er fyrri póstur um uppáhalds bækur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s