Skriftir

Venjulegur dagur í vinnunni – smásaga

Þetta var bara venjulegur dagur í vinnunni.  Ingólfur tuðaði eins og venjulega, það sem einn lítill maður getur átt af uppsöfnuðu tuði.

En hvað um það, frásögnin átti ekki að snúast um Ingólf.

Þennan venjulega dag var ég bara á leiðinni á kaffistofuna, var komin á andlega endastöð hvað uppgjör mánaðarins snerti. Þurfti bara afsökun til að standa upp, svo ég ákvað að sækja mér kaffi í bollann minn. Á leiðinni til baka í básinn minn stoppaði ég hjá glugganum þar sem ég stoppa oft ef ég þarf að hvíla hugann. Útsýnið yfir götuna og húsin í kring er svo fallegt, sér í lagi að vetri til þegar birtan af snjónum og myrkrið takast á um völdin. Myrkrið, ljósin, snjórinn – róin sem þessi þrenning ber með sér. Ég finn hvernig róin að utan síast inn í órólegan huga minn.

En þar og þá, þar sem ég stóð og drakk í mig friðinn að utan þá sá ég hana. Hún stóð hinum megin við götuna, og starði beint á mig. Ég fann kaldan straum leggja frá hnakkagrófinni og niður eftir hryggnum. Ég stirðnaði upp þar sem ég starði út um gluggann. Ég kom til sjálfrar mín við brothljóð, þegar kaffið úr bollanum mínum skvettist yfir buxnaskálmarnar.  Hún hefur ekki vitjað mín í mörg ár.

„Birgitta, Birgitta“ Ég fann höndina á Maríu liggja á öxlinni á mér. „Hvað gerðist? Það var eins og þú værir að sofna, eða að þú værir bara hreint ekki í líkamanum lengur!“

„Ha? Já, æji, sorrý. Bara svaf illa í nótt og Sonja var eitthvað óróleg“

„Elskan mín, er bakflæðið enn að angra hana?“

Síðast þegar hún vitjaði mín var það einmitt á þessum árstíma líka. Hún virðist halda sig í myrkrinu, og skríða aðeins fram þegar minnst varir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s