Öfugur bucket listi snýst um það að í staðinn fyrir að skrifa niður allt sem þig langar að gera, þá skrifarðu niður allt sem þú hefur afrekað og nú þegar gert. Að eiga svona lista ýtir undir þakklæti og getur aukið sjálfsálit.
Mér finnst hugmyndin um öfugan bucket lista mjög spennandi, og ekki misskilja mig. Listinn er settur upp fyrir sjálfa mig til að minna mig á allt sem ég hef afrekað og góðar stundir sem gera lífið þess virði að lifa því, en ekki til að monta mig eða hreykja mér.
Eins og Bucket listinn minn, er þessi settur upp í nokkrum flokkum – þeim sömu og koma fyrir í Bucket listanum.
Ferðalög:
- Hef komið til Indlands
- Hef komið til Póllands
- Hef komið til New York
- Hef komið til San Francisco
- Hef komið til Tyrklands
- Hef komið til Parísar
- Hef komið til Rómar
- Hef komið til 15 landa í heildina
- Hef heimsótt Yosemite þjóðgarðinn í BNA.
- Hef skoðað Pamukkale og séð Kleópötrulindina
- Hef farið upp í topp á Eiffel turninum
- Hef skoðað Notre Dame
- Sá Stonehenge
- Hef skoðað Versalahöllina
- Fór 4 x erlendis 2018 og a.m.k. 4 x 2019.
- Hef skoðað the Golden Gate
- Hef skoðað Sistínsku kapelluna, Péturskirkjuna, Gröf Péturs postula, Hringleikahúsið og Domus Aurea.
Sport:
- Hef farið í rafting
- Hef stokkið af kletti í vatn
- Hef farið í Go Kart
- Hef prófað bogfimi
- Hef snorklað í Silfru
- Hef prófað Buggybíla
- Hef prófað Lazertag utandyra (og innandyra reyndar líka)
- Hef komið upp á Langjökul
- Hef kafað
Upplifun:
- Hef farið í Bláa lónið
- Fór í Road trip með vinkonu
- Sá bæði Justin og Britney á tónleikum
- Hef farið í Íslensku óperuna
- Sá sýningu á Broadway, NY
- Fór í tímaflakksmyndatöku
- Hef farið í 2 af Disney World görðunum (Magic Kingdom og Epcot)
- Hitti Inu May Gaskin
Persónulegt:
- Ég gaf egg
- Ég hef fætt 2 börn
- Fæddi Eyrúnu heima
- Hef létt mig um meira en 20 kg (suss!)
- Hef tekið þátt í RKÍ verkefni vegna flóttamanna
- Hef stofnað fyrirtæki
- Hef farið í flóttaherbergi og komist út – 9 sinnum!
- Hef prófað „sensory deprivation“ flot.
- Hef farið í nudd með eiginmanninum
- Ég á mitt eigið húsnæði (sko, okkar)
- Ég hef lokið bæði stúdent, BA- og ML-námi
- Ég hef löggildingu sem fasteignasali
- Ég er gift
- Ég hef verið viðstödd fæðingu og nánast tekið á móti barni
- Ég er guðmóðir
- Ég er skráður líffæragjafi (og var áður en ætlað samþykki kom til)
- Ég er SOS foreldri
- Ég er búin að lesa vel yfir 500 bækur
- Hef fylgst með stelpunum mínum stækka og þroskast
- Hætti að drekka gos í heilt ár
- Fór í portrettmyndatöku
- Á bikini sem ég nota
Þessi listi kom mér heldur betur á óvart, ég vissi ekki að það væri svona margt sem ég hefði í raun gert og afrekað – það er margt sem ég get verið þakklát fyrir og stolt af.
Hvað hefur þú gert? Taktu það saman, og vertu ánægð/ur með þig!
Nú er bara að halda áfram að stroka út af Bucket listanum, og bæta á þennan!