Bækur

Uppáhalds bækurnar mínar – 6. hluti

Hús andanna var fyrsta bókin sem ég las eftir Isabel Allende. Sagan þótti mér heillandi þótt ég ætti svolítið erfitt með þann hluta sem fellur undir töfra í hugtakinu töfraraunsæi. Hins vegar var eitthvað við hana, því ég er langt komin með að lesa það sem þýtt hefur verið eftir Allende.

Hus_andanna

Maður sem heitir Ove e. Fredrik Backman fór sigurför um landið (eða heiminn?) þegar hún kom út, enda stórskemmtileg bók sem tekur samt líka á átakanlegum málum. Það er búið að gera bíómynd (þótt ég hafi ekki séð hana) og svo var settur upp einleikur með Sigga Sigurjóns sem var gríðarvel heppnaður. Ef þú hefur ekki lesið hana, þá mæli ég eindregið með að þú gerir það nú þegar!

Maður-sem-heitir-Ove

Margar gamlar sígildar bækur falla í kramið hjá mér og Anna Karenína eftir Leo Tolstoj þótti mér alveg frábær! Mér finnst gaman að lesa um þennan tíma þegar konur klæddust síðkjólum og ástin var ekki sjálfsögð.

41J-CiEo4dL._SX327_BO1,204,203,200_

Ómunatíð e. Styrmir Gunnarsson rakst ég á fyrir nokkrum árum síðan í nytjagámnum sem var og hét. Ég vissi ekkert um þessa bók, en þegar ég las aftan á hana og sá að þetta var saga þeirra hjóna af baráttu við geðsjúkdóm greip ég hana með mér. Sagan hafði mikil áhrif á mig, og setti í samhengi hvernig lífið hlýtur að vera fyrir fjölskyldu þess sem þjáist af geðsjúkdómi. Alls ekki löng bók, en stór á annan hátt.

omunatid

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s