Bækur

Uppáhalds bækurnar mínar – 7. hluti

Sögusafn bóksalans e. Gabrielle Zevin heillaði mig mjög á sínum tíma. Þetta er bók sem minnir okkur á hvers vegna bækur og sögur skipta máli. Bókin lætur lítið yfir sér, enginn hasar eða læti, en bara hugljúf saga af fólki sem manni fer fljótt að þykja vænt um.

Sogusafn_boksalans

Saga Forsytanna e. John Galsworthy er fjölskyldusaga í þrem bindum, en John Galsworthy hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1932. Sagan birtist fyrst í heild sinni undir þessu heiti rétt upp úr 1920. Í bókunum er rakin saga Forsyte-fjölskyldunnar, sem telst nýrík í Englandi um aldamótin 1800-1900. Þegar sagan hefst, er stóreignamaðurinn Soames Forsyte upptekinn við að safna auði, en eftir því sem tíminn líður minnkar auðurinn, þar til undir restina er fjölskyldan orðin eignalaus og fjölskylduböndin eru farin að trosna. Ég hafði sérlega gaman af þessum bókum, hver elskar ekki gamlar og dramatískar sögur?

87717

Geim, Buzz og Bubble e. Anders de la Motte eru með betri glæpa-þríleikjum sem ég hef lesið. Ég var lasin heima einn dag þegar ég tók mér Geim í hönd og ég hreinlega gleypti hana. Smákrimminn HP finnur gemsa, sem býður honum að taka þátt í leik. Með því að taka áskorunum sem berast í gegnum símann vinnur hann sér inn verðlaun, og verðlaunin stækka eftir því sem áskoranirnar verða erfiðari. Áskoranirnar eru að sjálfsögðu ekki allar löglegar, og sumar beinlínis hættulegar bæði honum og öðrum. En þótt hann reyni að hætta, þá heldur leikurinn honum föstum tökum.

Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur e. Maya Angelou. Maya Angelou er algjör fyrirmynd. Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar, sem alls eru sjö bækur. Bókin lýsir uppvexti Mayu, en foreldrar hennar hafa skilið hana og bróður hennar eftir hjá ömmu hennar og frænda, þar sem þau geta ekki sinnt þeim eða hafa lítinn áhuga á því. Hún lýsir því hvernig var að alast upp sem hörundsdökk stúlka á fjórða og öndverðum fimmta áratugnum í Arkansasríki í Bandaríkjunum. Sem barn er hún misnotuð, og hún ákveður að tala ekki framar. Ég er búin að lesa allar 5 bækurnar sem hafa verið þýddar á íslensku, en síðustu tvær voru ekki þýddar.

42734

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s