Lífið

Kvikmyndaáskorun 2020

Það verður bara að segjast eins og er að ég horfi mjög lítið á sjónvarp. Ég veit ekki hvort þær bíómyndir sem ég hef séð síðan eldri dóttir mín fæddist nái að vera jafn margar og árin síðan hún fæddist. Og engar þáttaraðir eða myndaseríur hef ég séð síðan.

En Amtsbókasafnið deildi á dögunum Kvikmyndaáskorun, sem við hjónin ákváðum að taka þátt í – en þar sem myndirnar eru 24, þá er allt árið 2020 undir. Persónulega þykir mér gríðarlegt afrek ef ég næ að horfa á tvær myndir á mánuði í tólf mánuði!

En þar sem ég hef svo gott sem ekki horft á sjónvarp í 10 ár, þá setti ég það skilyrði að ég fengi að vera við stjórnvölinn í að ákveða hvaða myndir við horfum á. Eiginmaðurinn játti því, og þótt hann hafi reynt að telja mig ofan af einni eða tveimur myndum, þá var bara ekkert hlustað á það!

FB_IMG_1574351252987

Í dag lítur listinn svona út, en ég ábyrgist ekki að farið verði eftir númeraröð:
1. Kvikmynd sem byggð er á bók: The Help.
2. Kvikmynd sem kom út á sjötta áratugnum: Bridge on the River Kwai.
3. Kvikmynd með mannsnafni í titlinum: The Talented Mr. Ripley.
4. Kvikmynd sem gerist í stríði: Schindler’s List.
5. Heimildakvikmynd (ekki um einstakling): UseLess.
6. Kvikmynd sem gerist á stað sem þú hefur heimsótt: The DaVinci Code.
7. Kvikmynd með uppáhalds lagi: A Star is Born.
8. Kvikmynd sem er leikstýrt af Íslendingi: Hvítur, hvítur dagur.
9. Kvikmynd á öðru tungumáli en íslensku eða ensku: Das Leben der Anderen.
10. Kvikmynd sem er lengri en 120 mínútur: Gone With the Wind.
11. Umdeild kvikmynd: We Need to Talk About Kevin / Silence of the Lambs.
12. Kvimynd sem hefur hlotið Óskarsverðlaun: 12 Years a Slave.
13. Teiknimynd: Nightmare Before Christmas.
14. Árstíðarkvikmynd: Last Christmas.
15. Kvikmynd með uppáhalds leikaranum: The Great Gatsby.
16. Kvikmynd með farartæki framan á kápunni: Fast and Furious: Hobbes and Shaw.
17. Kvikmynd með löngum titli: The Englishman Who Went Up a Hill and Came Down a Mountain.
18. Kvikmynd með eins-orðs-titli: Spartacus.
19. Mynd sem kom út árið 2019: Cosmic Birth. (Ekki um fæðingar, heldur geimferðir)
20. Kvikmynd með konum í aðalhlutverkum: Sisters.
21. Söguleg kvikmynd: The Other Boleyin Girl.
22. Fantasíu- eða vísindakvikmynd: The Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides.
23. Metaðsóknarmynd: The Shawshank Redemption.
24. Svokölluð „feel-good“ kvikmynd: Little Miss Sunshine.

Þess má geta að enga þeirra hef ég séð, fyrir utan þessa síðustu.

Það má vel sjá gegnumgangandi þema í þessum lista, en fjöldi þessara mynda byggist á bókum. Þetta verður fróðlegt, en ég á alveg skilið að fá einhver verðlaun ef ég hef mig í gegnum þetta!