Ferðalög, Lífið

Aðventuferð til Manchester

Við fórum ásamt vinnufélögum mínum í aðventuferð til Manchester, korter í jól eins og maður segir, en við komum heim 16. desember.

Dagana fyrir hafði verið hræðilegt veður, á þriðjudegi var rauð viðvörun um nánast allt land, og við vorum á leið suður eftir vinnu á fimmtudegi. Fjallvegirnir voru opnaðir rétt fyrir hádegi á fimmtudeginum, svo við hættum snemma og lögðum í hann. Þetta var spurning alveg fram á síðustu stundu hvort við værum yfir höfuð að fara! Það var því frekar trekkt andrúmsloftið á skrifstofunni þessa daga fyrir ferðina – en auðvitað blessaðist þetta allt.

Við áttum gistingu á Airport Hotel Aurora Star, en þeir geymdu líka bílana okkar. Það er býsna ljúft að þurfa svo bara að skottast yfir bílaplanið og vera mættur í Leifsstöð.

Við flugum með Icelandair um morguninn til Manchester, þar sem beið okkar rúta á vegum Visitor ferðaskrifstofunnar. Það var alveg frekar óþægilegt að það voru þrjár rútur á svæðinu fyrir Íslendinga frá tveim ferðaskrifstofum í þrjár ferðir. Þær voru illa merktar, svo maður valdi rútu af handahófi (eða öllu heldur eftir orðinu á götunni)!

20191214_163703

Á leiðinni inn í bæ sagði fararstjórinn okkur upp og ofan af borginni, en hann var mikill reynslubolti er varðar Manchester, bæði borgina og leiki liðsins.

Hótelið sem við vorum á var Holiday Inn Manchester City Centre, og það var, eins og nafnið gefur til kynna, bara rétt við miðborgina. Hótelið var mjög nýlegt og fínt, morgunmaturinn mjög góður, rúmin fín, og allt mjög snyrtilegt. Við gætum vel hugsað okkur að vera aftur á þessu hóteli, ef við ættum seinna leið um Manchester aftur. Mér skilst að þetta sé eina hótelið sem Visitor skiptir við í Manchester, því þeir voru svo ánægðir með það, og ég skil það bara mjög vel.

Bestu tilboðin: Holiday Inn Manchester - City Centre - Manchester ...
Mynd fengin að láni hjá hotels.com

Eftir ferðalagið var kominn tími á að fá að borða, og það hratt og vel! Við gengum fram á Ask Italian stað í nágrenninu sem við stukkum inn á. Þar voru allir mjög glaðir, enda fjölbreyttur matseðill, hress þjónn, góður félagsskapur og góður matur (og kokteilar!).

Það sem eftir lifði dags nýttum við í að rífa upp pakkana frá Amazon (haha) og rölta um miðbæinn. Það var hundleiðinlegt veður (rigning og vindur) allan tímann sem við vorum í borginni, svo við sáum mjög lítið annað en gangstéttarnar! Við hjónin, sem venjulega vöndum okkur við að skoða eins mikið og við getum, við hreinlega gáfumst bara upp – en það skrifast að hluta til á lélegan undirbúning.

20191214_125731
Dómkirkjan í Manchester

Arndale Center er stór verslunarmiðstöð í miðbænum, og þar vörðum við ófáum klukkustundunum.

Auðvitað áttum við tvö bókuð Escape Room, annað þeirra var Vacancy hjá Breakout Manchester Church Street, sem var bara steinsnar frá hótelinu. Forsaga herbergisins er sú að þegar þú kemur á gististaðinn þinn þá læsist þú inni í herberginu og niðurteljari fer í gang.

79508090_2853789931312112_1613678578145165312_o

Herbergið hófst í „lyftu“, en var auk þess tvö önnur rými. Við sluppum naumlega, með einhverjar 90 sekúndur eftir, og vorum helpeppuð eftir æsinginn!

Eftir stóru máltíðina fyrr um daginn höfðum við enga sérlega löngun í stóra kvöldmáltíð, svo við komum bara við á Pizza Hut eftir flóttaherbergið og deildum pizzu og salatbar. Það var ljúft að sitja tvö saman á hálftómum staðnum eftir æsinginn, áður en við héldum heim á hótel.

Laugardagurinn hófst á fullu spani, en planið var jóla-ofur-sjopp. Við gerðum þetta í Glasgow 2018, og nú tókum við vinnufélaga minn og konuna hans með, og þetta gekk eins og í sögu! Kl. 8.00, við opnun, vorum við mætt í Primark með jólagjafalistann og leystum nánast allar jólagjafirnar á 2 klukkustundum. Við vorum rúmlega hálfnuð þegar eiginmaðurinn neyddist til að fara og borga og fara með fyrsta holl á hótelherbergið, meðan ég hélt áfram. Stuttu eftir að eiginmaðurinn skilaði sér til baka var herlegheitunum lokið, kviss, bamm, búmm. Elska þetta!

20191214_130121

Þá var komið að næsta flóttaherbergisævintýri, en í þetta skiptið var herbergið í víkingaþema og við vorum sammála um að það væri sérlega vel heppnað. Fyrirtækið var Escape Hunt Manchester, ekki langt frá Arndale Center.

104996166_314705499532397_824098525201292951_n

Printworks er gömul verksmiðja sem núna er nýtt sem eins konar veitingastaðamiðstöð – þetta er yfirbyggð göngugata full af hvers kyns veitingastöðum og pöbbum. Þar hittum við vinnufélaga minn og konuna hans aftur og völdum af handahófi veitingastað sem heitir Frankie and Benny’s. Kasjúal ítalskur staður, en eftirréttirnir voru magnaðir.

Loks stytti upp einhverja stund, svo við fengum okkur smá göngutúr. Án þess að fara eftir nokkru skipulagi rákumst við á Shambles torgið og Manchester Cathedral – því miður var messa í gangi, svo við ákváðum að fara ekki inn.

Á sunnudegi sváfum við út, en um hádegi tókum við lestina í átt að Old Trafford. Það var ekki flókið, að taka bara sömu lest og allir karlarnir í United bolunum, með treflana og húfurnar og hvað ekki. Svo bara fylgdum við þeim, þar til komið var á áfangastað.

20191215_132301

Ég er ekki áhugamanneskja um fótbolta, og var nánast búin að kvíða þessum klukkutímum. En þetta var alveg þolanlegt og leið mun hraðar en ég átti von á!

20191215_135917

Eftir leikinn strunsuðum við í Lowry menningarhúsið, en þar áttum við bókað í kvöldmat og á Grinch sýningu. Það heppnaðist svona líka vel, þrátt fyrir að fleiri en einn og fleiri en tveir í hópnum hafi kannski aðeins fengið sér stuttan blund. Ég nefni engin nöfn!

20191215_192916

Á mánudagsmorgni tókum við Visitorrútuna upp á flugvöll.

Nú höfum við hjónin þvælst örlítið í gegnum árin, en aldrei höfum við lent í ævintýri eins og á þessum krúttlega flugvelli í Manchester.

Fyrir misskilning endaði stingsög bóndans í handfarangri. Það er ekki vinsælt. Þannig eftir að bíða alla röðina í öryggisleitinni þurfti bóndinn að snúa til baka og innrita handfarangurstöskuna. Ég fór á meðan inn á fríhafnarsvæðið, þar sem ég fór að skoða snyrtivörur.

20191215_185022

Þegar eiginmaðurinn kom til baka eftir hlaupin tyllti hann sér á bekk, meðan ég kláraði að skoða. Flugið var alltaf merkt þannig að númerið á hliðinu kæmi fljótlega, en þar sem ég stóð á kassa í versluninni fór eiginmaðurinn að baða út öllum öngum.

Komandi frá Íslandi, þá eru nú oftast bara eitt flugfélag með eitt flug af erlendum flugvöllum og heim. Nei, við vorum alltaf að horfa á flug með EasyJet – en Icelandair var löngu klárt, svo það endaði með því að við nánast hlupum út í vél og vorum með þeim síðustu til að skila okkur!

Note to self – Ekki gera ráð fyrir að „Reykjavik“ sé alltaf flugið þitt. Það gætu verið fleiri en eitt flug til Íslands!

1 athugasemd við “Aðventuferð til Manchester”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s