Lífið, Skriftir

Lína og sóðakjafturinn – Gamansaga frá 2015

Einn dag var ég inni í eldhúsinu að sýsla, bara eins og gengur og gerist hjá húsmæðrum almennt (forðist að draga af því ályktanir um hæfni mína sem húsmóður). Ég var nýbúin að tína úr uppþvottavélinni og var að raða í hana aftur, þegar ég heyri innan úr herbergi dóttur minnar yngri hinn hroðalegasta munnsöfnuð og formælingar, en hún var þar að leik.

Ég er í eðli mínu siðprúð kona, vönd að virðingu minni. Ég stóð í þeirri trú að okkur hefði tekist alveg sæmilega upp með uppeldi dætranna hingað til, þær virðast a.m.k. kurteisar og ágætlega upp aldar út á við.

Þið sjáið örugglega fyrir ykkur líkamstjáningu mína – ég stóð bogin yfir uppþvottavélinni þegar þetta berst mér til eyrna. Ég stífna upp, það réttist svo úr bakinu að það verður óeðlilega beint, augun kiprast saman svo aðeins sér út um litlar illskulegar rifur á augnlokunum, varirnar verða þunnar og litlausar þegar ég bít saman kjálkunum og pressa þær saman. Ekki ósvipað og ímynda mér Violet Crowley í Downton Abbey ef hún yrði hressilega móðguð.

Og þá heyrast formælingarnar aftur, en af munni yngri dótturinnar hljóma greinilega orðin „Dick Fuck!“ – Yngri dóttir mín er fjögurra ára, og ég skil ekki hvaðan hún hefur þennan munnsöfnuð.

Violet

Ég stikaði ákveðnum skrefum að herbergi hennar, og geri henni ljóst að svona munnsöfnuð skuli ekki viðhafa undir nokkrum kringumstæðum, og maður eigi yfir höfuð ekki að láta falla af vörum sínum orð sem maður skilur ekki. Dóttirin játar því, og heldur leiknum áfram.

Nokkrum dögum síðar er dóttirin að leika sér í spjaldtölvunni sinni og þá heyrast frá henni sömu orðin aftur – ég stekk til, hvað í ósköpunum er viðkvæm sálin að skoða í spjaldtölvunni? Þarna var þó komin eðlileg útskýring á munnsöfnuðinum, hún hlyti nú að hafa rekist á eitthvað á YouTube sem væri ekki við hennar hæfi.

Ekki var það þó svo, að stúlkukindin væri að horfa á YouTube eða nokkuð annað myndskeið. Hún var einfaldlega að opna litabókarleik, en meðan hann hleður sig hljómaði í eyrum barnsins heiti framleiðandans; Pink Fong.

Pink fong

 

Ferðalög, Lífið

Aðventuferð til Berlínar

Við fórum í aðventuferð með vinnunni minni til Berlínar 6.-9. desember síðastliðinn, pakkaferð með Gaman ferðum. Innifalið í ferðinni var flug, taska, fararstjórn, hótel, rúta til og frá hóteli, skoðunarferð (40 evrur auka á manninn) og jólamarkaðsferð.

20181207_111127

Við lögðum af stað suður eftir vinnu á miðvikudegi, en aldrei þessu vant gistum við ekki á BB Keflavík, heldur Hotel Aurora Star Airport, en aðeins skammtímabílastæðin á flugvellinum skilja að hótelið og flugstöðina. Það var reyndar dásamlega hentugt, þar sem flugið var klukkan 6.00! Hinsvega byrjar morgunmatur hjá þeim ekki fyrr en kl. 4.00, svo við náðum ekki að nýta okkur það. Hótelið var mjög fínt og snyrtilegt, en mikið var kalt og blautt að klöngrast yfir bílastæðin í roki og slyddu á fastandi maga!

20181206_120316

Við lentum í Berlín um 10.45 og fórum með rútu upp á hótel. Þar settum við töskurnar í geymslu og eftir það hófst allt flandrið okkar hjóna! Ég var búin að verja miklum tíma við að kynna mér borgina og átti svo erfitt með að velja hvað ég vildi gera, ég hefði sennilega auðveldlega getað fyllt viku eða tíu daga og samt ekki náð að gera allt! Borgin, eins og gefur að skilja, er barmafull af sögu og áhugaverðum stöðum.

20181207_134303
Kaiser Wilhelm Gedächtniskirche.

Áður en við lögðum í hann keyptum við okkur Berlin Welcome Card, en það veitir ótakmarkaðan aðgang að almenningssamgöngum borgarinnar. Við keyptum til þriggja sólarhringa, og borguðum fyrir 28,9 evrur á manninn. Auk þess veitir kortið afslátt af ýmsum söfnum og áhugaverðum stöðum. Stök ferð í almenningssamgöngur kostar 1.5 evrur, svo á þann hátt kannski spöruðum við okkur ekki mikið með kortinu, en við tókum aldrei leigubíl né Uber alla helgina, svo við viljum meina að þetta hafi verið góð kaup – það safnast svo hratt saman í leigubílaferðum!

20181206_155223
Hluti af múrnum við Topography of Terror.

Fyrsti viðkomustaður var Mall of Berlin, þar sem við fengum okkur að borða. Food Courtið (ég þekki ekkert íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri, annað en Stjörnutorg, og því mun ég nota það – láttu mig vita ef það er annað orð!) þar er ótrúlegt, það er langtum flottasta stjörnutorg sem við höfum komið í. Það er sett saman eins og street food venue, og fyrir utan staði sem eru á flestum svona stjörnutorgum (McD’s, Pizza Hut, KFC..) þá var kínverskur, ítalskur, indverskur, víetnamskur, tælenskur… Við fórum í ítalskan, og komumst að því að þetta var líka flottasta stjörnutorg sem við höfðum komið á að því leiti að þeir voru ekki með einnota diska og hnífapör, heldur alvöru borðbúnað. Eina sem var einnota voru glös og flöskur fyrir drykki. Dásamlegt!

20181206_135623

Þegar við vorum orðin södd og sæl röltum við smá spotta, en við áttum bókað í flóttaherbergi hjá House of Tales, herbergi sem heitir Illuminati. Herbergið var mjög flott og vel gert, en þar voru a.m.k. tvær þrautir sem við höfðum ekki séð áður, og sumar þrautirnar (eða lausnirnar öllu heldur) þóttu okkur frekar langsóttar. En við komumst út, bara með nokkrar sekúndur eftir, en leikjastjórnandinn (Game Master, sá sem fylgist með) kom inn þar sem við vorum með lausnina, en það munaði sentimeter að við hefðum lagt hlutinn á réttan stað.

20181206_142135
Hluti af flóttaherbergjunum í boði hjá House of Tales.

Eftir að hafa sloppið úr flóttaherberginu héldum við í Berlin Story Bunker, en þó með viðkomu í Topography of Terror. Topography of Terror er í rauninni safn sem byggt er á staðnum þar sem höfuðstöðvar Gestapó og SS voru, og þar var lagt á ráðin um mörg af hræðilegustu grimmdarverkum seinni heimsstyrjaldar. Húsið var svo gott sem jafnað við jörðu í lok stríðsins, en það stendur enn einn veggur af kjallaranum í húsinu, og þar er fróðleikur um ýmislegt er við kemur sögu hússins og því sem gerðist þar. Safnið snýr að mestu leyti um ofsóknir á gyðingum, en það er sett upp á mjög myndrænan hátt. Það er frítt inn, og hægt að fá leiðsögn með mp3 spilara án endurgjalds. Við gengum um útisvæðið og lásum skiltin þar, kíktum svo aðeins inn áður en við ákváðum að drífa okkur í Bunkerinn – við settum hann ofar á listann en safnið, og ætluðum svo bara að nýta þann tíma sem eftir væri til að skoða Topographyið.

20181206_141509
Múrinn og inngangurinn að Topography of Terror.

Við erum sammála um að Berlin Story Bunker sé það áhugaverðasta sem við gerðum í Berlín. Sýningin sem er þar hefur yfirskriftina „Hitler – hvernig gat þetta gerst?“ En hún virðist vera að mestu leyti samansett af einum manni, Wieland Giebel. Sýningin skiptist í 38 rými eða kafla, þar sem farið er yfir lífshlaup Hitlers, hvernig hann varð maðurinn sem hann varð og hvernig hann fór að því að komast til valda og koma sínum ógeðslegu áformum í framkvæmd. Það kostar 12 evrur inn á sýninguna, og 1,5 í viðbót að fá leiðsögn á mp3 spilara, en það er fullkomlega þess virði. Berlin Welcome Card veitir 3 evru afslátt af aðgangseyri á hvern keyptan miða.

20181206_162818
Inngangur að portinu þar sem Berlin Story Bunker er að finna.

Að skoða alla sýninguna með leiðsögninni tekur um 2 klst, og þú mátt gera ráð fyrir að koma hálf-lamaður út. Ég var gersamlega búin á því, hálf óglatt og miður mín. Sýningin endar á endurgerð af skrifstofunni sem Hitler hafði í neðanjarðarbyrginu þar sem hann eyddi sínum síðustu dögum, en það var einmitt þar sem hann og Eva Braun sviptu sig lífi. Ég get ekki mælt nóg með þessari sýningu!

20181206_162914
Ekki sérlega aðlaðandi inngangur að Berlin Story Bunker, en hæfir sýningunni.

Þegar við vorum búin í Berlin Story Bunker gengum við til baka og fórum í fljótheitum yfir Topography of Terror sýninguna sem var innandyra, en það var farið að styttast í seinna flóttaherbergið okkar. Við hefðum viljað hafa tíma til að fá okkur leiðsögn um þetta safn líka, en það má kannski gera það næst.

20181206_155606
Kjallaraveggur, eini hlutinn af aðalstöðvum Gestapó og SS sem stóð eftir sprengingarnar.

Við héldum aftur í House of Tales þar sem við áttum bókað herbergi sem heitir Dead Monks. Sagan var sú að fjórir munkar höfðu fundist látnir í klaustrinu á stuttum tíma, en ef frá var talið að þeir voru allir svartir á fingrunum var ekki hægt að sjá neitt á þeim sem útskýrði dauða þeirra. Verkefni okkar var að komast að því hvað gerðist. Við vorum  mun ánægðari með þetta herbergi en hitt fyrra, en þó þótti okkur ekki allar lausnir rökréttar, og stundum vantaði bara hreinlega eitthvað sem gæfi til kynna hvað ætti að gera.

20181206_154407
House of Tales.

Hinsvegar kláruðum við herbergið á 54:38, með 8 vísbendingum. Leikstjórinn sagði að meðaltal vísbendinga í herberginu væri 15, og því hefðum við staðið okkur mjög vel. Herbergið var gríðarlega flott og vel gert!

20181206_210419

Þegar við komum út aftur var klukkan langt gengin í níu, svo við gripum strætó aftur upp á hótel og innrituðum okkur. Hótelið okkar heitir Leonardo Royal Hotel Alexanderplatz, og var mjög kósý, hreint og fínt. Ég hefði alveg viljað vera örlítið nær Alexanderplatz, en gangan þangað tók um 10 mínútur. Hins vegar tók svo gott sem enga stund að grípa sporvagn þangað, og fyrst við vorum með Berlin Welcome Card var þetta bara alveg frábært.

20181207_102607
Treptower garðurinn
20181207_102916
Sovéskur hermaður krýpur af virðingu við fallna félaga. Stóra minnismerkið fyrir aftan hann er búið til úr graníti úr höll Hitlers.
20181207_102907
Sovéskur hermaður sem vakir yfir þeim 7.000 mönnum sem grafnir eru þarna. Hann heldur á barni, og sverði sem hefur brotið hakakrossinn.

Eftir vel útilátinn morgunmat á föstudagsmorgun var haldið í 4 klukkustunda skoðunarferð um borgina með Eirik Sördal, sem býr þar í borg. Skoðunarferðin fór að mestu fram í tveggja hæða rútu, en við stoppuðum þrisvar sinnum þar sem farið var út úr rútunni. Við sáum m.a. minnismerkið um helförina, kanslarahöllina, East Side Gallery, Brandenborgarhliðið, ráðhúsið, Reichstag (þingið), Kurfursterdamm, KaDeWe o.fl. Við stoppuðum í Treptow garðinum þar sem er að finna stórt Sovéskt minnismerki um seinni heimsstyrjöldina, en undir minnismerkinu er að finna fjöldagröf sovéskra hermanna. Þar er talið að það hvíli einir 7.000 sovéskir hermenn. Við stoppuðum líka á Bernauer Strasse, þar sem má sjá hluta af múrnum. Þar er einnig búið að setja upp eftirlíkingu af hinu svonefnda dauðasvæði, en það er ca. 20 metra breitt belti milli múranna tveggja þar sem finna mátti blóðþyrsta hunda, gadda, varðturna og allt sem þeim datt í hug til að koma í veg fyrir flótta frá austri til vesturs. Svo komum við við á Ólympíuleikvanginum frá 1936.

20181207_115115
Bernauer Strasse.

Eirik var flottur leiðsögumaður, en hann þekkir borgina og sögu hennar greinilega vel. Hann tekur að sér leiðsögn fyrir hópa, og það má hafa samband við hann í gegnum tölvupóst; eirik.sordal(hjá)gmail.com.

 

 

 

20181207_114215
Bernauer Strasse, minnismerki um múrinn. Járnstangirnar sýna hvar múrinn var.

 

20181207_114931
Einn tveggja eða þriggja varðturna sem standa eftir frá tímum múrsins. Þarna voru hermenn sem skutu á alla sem reyndu að komast yfir.

 

20181207_120457
Sýnishorn af „grasi Stalíns“ – svona 10-15 cm yddaðir gaddar úr steypustyrktarjárni sem var á dauðasvæðinu milli múranna. Ef þér tókst að klifra yfir múrinn lentirðu á þessu – og varst ekki til stórræðanna.

Hér má svo lesa það sem eftir er af ferðasögunni.

Lífið

Haustmyndataka með stelpurnar

Vinkona mín, hún Guðrún, hefur gaman af ljósmyndun og hún hefur oftar en einu sinni myndað dætur mínar. Í haust tókum við okkur til og mynduðum þær, þar sem það er orðið langt síðan síðast. Út úr því komu jólagjafirnar fyrir ömmurnar og afana.

Ég læt myndirnar bara tala sínu máli.

IMG_9318

IMG_9293

IMG_9267

IMG_9252

IMG_9242

IMG_9238

IMG_9187

IMG_9196

IMG_9198

IMG_9201

IMG_9215

IMG_9226

IMG_9178-2

IMG_9156

Fjörðurinn var gullfallegur þennan kalda fallega haustdag, sem gerir myndirnar enn flottari. En það verður ekki af mér tekið að dætur mínar eru fallegar!

Ferðalög, Lífið

Haustferð til Glasgow – Skoðunarferðir og flóttaherbergi

Þessi færsla er framhald af þessari hér.

Á sunnudagsmorguninn fórum við í „Free Walking Tour“ með Glasgow Gander. Ég gat ekki betur séð en Glasgow Gander væri eini aðilinn sem byði upp á Free Walking Tours í Glasgow, en það er hann John sem á og rekur það. Við hittum John, og eitt annað par sem átti pantaðan túr með honum þennan dag, við Gallery of Modern Art kl. 10.30 á sunnudagsmorguninn.

Capture
Glasgow Gander – mynd fengin að láni hjá glasgowgander.com

John var sérlega fróður um borgina sína, byggingar, byggingastíl og sögu, og hefur greinilega gaman að því sem hann er að gera. Hann þvældist með okkur um miðbæinn fram og til baka í þrjá klukkutíma, og spjallaði mikið. Inn á milli þess sem hann sagði okkur frá borginni sinni, þá spurði hann okkur spjörunum úr um Ísland og Indland (þaðan sem hitt parið var). Hann er einkar viðkunnanlegur og vinalegur, og þegar gönguferðinni lauk við Glasgow Cathedral, þá gaf hann okkur margar ábendingar um hvað hægt væri að gera yfir daginn, hvernig mætti komast þangað og svo framvegis.

Free walking tours virka þannig að þú borgar ekki fyrir túrinn þegar þú pantar (og oft þarf ekki einu sinni að panta), heldur greiðir leiðsögumanninum það sem þér finnst hann eiga skilið í lok ferðar.

Eins og áður sagði endaði ferðin við Glasgow Cathedral sem var byrjað að byggja á þrettándu öld. Við fórum þar inn og gengum um bæði kirkju og kjallara, en byggingin er ótrúlega falleg.

Eftir það héldum við á Glasgow Necropolis, sem er kirkjugarður á hæð fyrir aftan kirkjuna. Þar er mektarfólk fyrri alda grafið, og margir legsteinarnir og minnismerkin eru listaverk. Auk þess er frábært útsýni þegar komið er upp hæðina.

Hinum megin við götuna er svo Provand’s Lordship, sem er hús sem byggt er árið 1471. Þar er hægt að fara inn og skoða, þótt ekki sé mikið um húsgögn í húsinu eru þau sem þar eru ýmist eldgömul eða eftirlíkingar. Glasgow má eiga það að það er frítt inn á söfn í borginni, og því hægt að kíkja inn og sjá það merkilegasta á hverju safni fyrir sig.

Þá var komið vel fram yfir hádegi, svo við settumst inn á Pizza Express og gripum okkur pitsu og bjór. Pizza Express er alþjóðleg keðja, og var bara besti matur sem við höfðum fengið í Glasgow fram til þessa.

45027244_1157121574447247_3014110157438189568_o

Á sunnudagseftirmiðdag fórum við í annað flóttaherbergi, í þetta sinn hjá fyrirtæki sem heitir Escape Reality. Við völdum okkur herbergi sem heitir Enigmista. Sagan er um fjöldamorðingja sem heldur fórnarlömbum sínum föngnum, og hefur gaman að því að fylgjast með hvað þau eru til í að ganga langt til að losna. Herbergið var virkilega blóðugt og subbulegt, mjög mikið lagt upp úr þemanu. Ég átti mjög erfitt með að opna skápa og skúffur og kassa, ég var svo hrædd um hvað kæmi í ljós! Herbergið var mjög flott, og við komumst út með rúmar 16 mínútur eftir!

20181028_191107

Þar sem við elskum indverskan mat var ég búin að skoða mikið af indverskum stöðum í Glasgow. Obsession of India fékk besta einkunn á TripAdvisor og reyndist vera steinsnar frá Escape Reality, svo við pöntuðum okkur borð þar. Maturinn var ljúffengur, en skammtarnir voru nú ekki stórir. Ég mæli alveg með að tveir deili þrem réttum ef þetta á að vera kvöldmatur, en við fengum okkur tvo rétti, hrísgrjón og tvo skammta af naan.

20181028_213344

Við fundum okkur flóttaherbergi sem átti laust þetta sama kvöld, Escape Glasgow. Þar fórum við í herbergi sem heitir 221 Baker Street. Sagan er sú að liðið er að brjótast inn til Sherlock Holmes að finna einhverja hluti fyrir Moriarty. Herbergið var mjög flott og við komumst út eftir rúmar 49 mínútur. Þar sem við komum bara við til að athuga hvort það væri laust (en áttum ekki pantað) þurftum við að bíða dálitla stund eftir herberginu, en stúlkan sem tók á móti okkur var indæl og viðkunnanleg.

Á mánudagsmorgun pökkuðum við því sem var eftir ópakkað, pöntuðum okkur Uber og héldum á flugvöllinn. Við föttuðum að við höfðum ekki keypt eina afmælisgjöf og engan „breyti-fatnað“ sem er stóra málið fyrir yngri dótturina, svo við hlupum yfir í Matalan og græjuðum það.

Þegar fullpakkað var í ferðatöskurnar, þá reyndust þær vera alls 46,2 kg – en hvor um sig mátti vera 23 kg.! Bakpokinn var troðinn og stærsti fjölnotapokinn sem ég var með úti var nýttur undir playmokassann, en við höfðum opnað hann og fyllt allt tómarúmið með ýmsu öðru! Við vorum því vel birg á leiðinni heim, en þegar búið var að taka upp úr töskunum reyndist rétt tæp önnur ferðataskan vera jóla- og afmælisgjafir fjölskyldunnar – svo ekki keyptum við mikinn óþarfa! 😀

Geðheilsa, Lífið

Geðheilsa: Eru jólin erfið?

Einu sinni var ég algjört jólabarn. Ég vildi helst hafa fleiri skreytingar en komust fyrir með góðu móti, og ég bakaði allan desember. Ég elskaði að kaupa jólagjafir, reyndi að setja mig í spor hvers og eins og lagði gríðarlega hugsun í að velja rétta gjöf fyrir hvern viðtakanda. En það er ekki svoleiðis lengur, núna er desember oft virkilega erfiður fyrir mig, ég er stressuð og kem engu í verk.

Pixabay

Þessi aðventa hefur verið betri en oft áður, en ég ætla aðeins að nefna það sem hefur reynst mér best, í þeirri von að það geti mögulega nýst öðrum.

Ég hef áttað mig á því í gegnum árin að það eru jólagjafirnar sem helst valda mér kvíða í desember. Það hefur reynst mér vel að byrja snemma: síðustu tvö ár hef ég svo gott sem lokið jólagjafainnkaupum í október, og það léttir mikið á mér. Þá get ég notið þess betur að vera til í desember.

woman_sipping_chocolate_reading_book_fireplace.jpg.653x0_q80_crop-smart

Gerðu þér grein fyrir að þessi árstíð er erfið, viðurkenndu það fyrir þér og sættu þig við það. Það þarf ekki að gera allt sem mamma eða amma gerðu alltaf, og alls ekki allt sem þú sérð í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Jólin velta ekki á aðventuljósinu eða aðventukransinum. Í mörg ár gerði ég engan aðventukrans, en í fyrra gerðu stelpurnar athugasemd við það. Í ár gerði eldri dóttir mín kransinn, það voru verðlaunin hennar fyrir að vera dugleg að æfa sig á píanóið.

20181201_143410

Það er dásamlegt að eiga vin sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Opnaðu þig, ef þú þekkir engan þá má oft finna einhvern í svipuðum sporum í hópum á facebook, t.d. er oftast hægt að finna fólk sem er tilbúið í að spjalla á Geðsjúk.

Ekki ætla þér meira en þú getur, þú þekkir sjálfa þig best. Þú breytist ekki allt í einu í ofurkonu, og það er allt í lagi. Það þurfa ekki að vera 10 sortir af smákökum og búið að þrífa ofninn með eyrnapinna. Verða jólin í alvöru minna gleðileg þótt ofninn sé óhreinn? Í ár gerði ég lista yfir allar kökurnar sem mig langaði að baka, og ég myndi baka ef ég væri sú sama og ég var fyrir 10 árum. Ég merkti við þær 3 sortir sem mér fannst mikilvægast að gera, og svo kemur bara í ljós – ef mig langar að baka meira þegar þær eru klárar þá bara geri ég það. Ef ekki, þá er það bara allt í lagi!

cinnamon-stars-2991174_960_720

Haltu áfram að sinna sjálfri þér þótt það sé margt sem þurfi að gera. Gefðu þér tíma í að sinna einhverju sem nærir þig, og mundu að borða, drekka og hvíla þig.

Jólin eru ekki ónýt þótt þú komir ekki öllu í verk sem þú gerðir í fyrra eða fyrir 5 árum eða 10 árum. Við breytumst og þroskumst, og förum í gegnum mismunandi tímabil í lífinu. Taktu þessu af æðruleysi og mundu að setja sjálfa þig í fyrsta sæti.

Þú þarft ekki að vera með samverudagatal. Samverudagatöl byrjuðu að poppa upp fyrir nokkrum árum síðan, og samfélagsmiðlar láta þetta allt líta út fyrir að vera svo dásamlegt og skemmtilegt. En fyrir suma er þetta bara aukið stress og álag. Þú þarft ekki að vera með samverudagatal, njóttu bara stundanna þegar þær gefast.

20171225_170534
Kötturinn búinn að klifra aðeins of mikið í jólatrénu.

Þú þarft ekki að segja já við öllu. Það er alltaf svo mikið um að vera á aðventunni, það eru sýningar eða foreldratímar í öllum frístundum barnanna, jólaföndur í leikskólanum/skólanum, jólahlaðborð, jólaboð, saumó vill gera eitthvað, og ræktarhópurinn o.fl. o.fl. Fáðu aðstoð, kannski geta ömmur eða afar mætt á einhverja viðburðina, og þú þarft ekki að mæta á allt sem er í boði, þó það sé gott að mæta í eitthvað.

Það þarf ekki allt að vera fullkomið. Í haust skrifaði ég lista yfir allt sem ég myndi vilja gera fyrir jólin. Ef ég man rétt spannaði listinn rúmar tvær A5 blaðsíður. Svo forgangsraðaði ég. Það skiptir mig máli að það sé hreint á rúmum á aðfangadagskvöld, en það má alveg vera smá ryk í bókahillunni og það breytir voða litlu hvort gólfin séu skúruð sama dag.

20161224_112854
Sætu stelpurnar mínar eftir jólabaðið. En þarna var ég búin að gefast upp á að laga jólaseríuna í glugganum eftir köttinn.

Hefðir mega breytast. Við hjónin erum bæði alin upp við það að jólatréð sé sett upp á Þorláksmessukvöld. Þrátt fyrir að það sé farið að tíðkast að setja jólatréð upp miklu fyrr, höfum við viljað halda þessari hefð. En síðustu ár hefur það skapað svo mikið stress, þar sem það er skötuveisla á Þorláksmessukvöld, oft þarf að klára hitt og þetta, jafnvel pakka einhverjum gjöfum eða koma einhverju á sinn stað – í ár ætlum við að færa jólatréð til tuttugasta og annars desember, þá er hægt að njóta þess að dúlla við það, en ekki drífa það upp í stresskasti.

Mundu að samfélagsmiðlar sýna bara það sem fólk vill að þú sjáir. Enginn er fullkominn eða lifir hnökralausu lífi. Allir eru að eiga við sitt, alveg eins og þú. Finndu hópinn Family living – the true story – Iceland á Facebook, og sjáðu að þú ert ekki ein!

all_cosyhygge_shutterstock

Mundu að jólin eru til að njóta. Þú þarft ekki að vera á fullu spani alla daga. Reyndu að hægja á þér. Þú þarft ekki að kaupa hitt og þetta, þú þarft bara að reyna að hægja á þér og njóta. Horfðu á snjóinn, sjáðu hvað hann er fallegur. Lærðu að meta jólaljósin upp á nýtt. Myrkrið í desember gerir okkur kleift að sjá stjörnurnar betur og norðurljósin.

Þótt þú sért döpur, syrgir eða sért niðurdregin þá máttu ekki nota jólin til að berja þig niður. Mundu að þau eru tími til að njóta, þú nýtur á þínum forsendum eins og aðstæður þínar eru núna. Ekki eins og aðstæður annarra eru eða eins og þínar voru fyrir einhverjum árum síðan. Sú sem þú ert í dag, á rétt til að njóta og slaka á um jólin líka.

Taktu þér pásu frá þessu öllu ef þú þarft þess, það er allt í lagi. Þú þarft ekki að þykjast vera ofur hamingjusöm eða glöð, reyndu bara að finna frið og ró í hjartanu, það er það sem jólin snúast um.

da5e4d2763a911fb3324970d2160a5e2-3887

Ef það er eitthvað sérstakt sem eykur álag, þá þarftu ekki að gera það. Ef jólaboðið á jóladag er of mikið fyrir þig þessi jólin, láttu þá bara vita að þú komir ekki. Vissulega eiga örugglega einhverjir erfitt með að skilja það, og jafnvel sárnar einhverjum, en heilsan þín gengur fyrir – er það ekki ?

Í lok hvers dags skaltu gera eitthvað sem þú nýtur að gera, hvort sem það er þáttur á Netflix, bolli af heitu súkkulaði eða kafli í bók. Jólin eru til að njóta!

Við skulum segja jólastressinu stríð á hendur, breytum því í jólahuggulegheit.

received_10154907549397407
Jólakortið síðan í fyrra – var sett á Facebook. Er að hugsa um að líma bara yfir nýtt heimilisfang í ár!
Ferðalög, Lífið

Haustferð til Glasgow – jólagjafainnkaup

20181026_094201

Við keyptum okkur pakkaferð með Icelandair til Glasgow, þar sem við ætluðum aðallega að komast langt með jólainnkaupin, og svo bara vera tvö ein. Við borguðum milli 110-120 þúsund fyrir okkur bæði; flug, töskur, hótel í þrjár og morgunmatur.

Ég var, að venju, búin að gera víðtæka leit á netinu um borgina, bæði á íslensku og ensku. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að fara til Glasgow, sér í lagi til að versla, og ég fann þrjár bloggfærslur um ferðir til Glasgow. Allar snerust þær eingöngu um að versla, og í einni þeirra var því haldið fram að „enda [sé] ekkert að skoða þarna nema búðir“. Ok, sjónarmið. En þó það séu kannski ekki heimsfrægir staðir eins og frelsisstyttan, eða Eiffelturninn, þá má finna í borginni óteljandi söfn, hallir og garða. Það var vissulega erfiðara að skipuleggja þessa ferð en margar aðrar, þar sem það var enginn einn eða tveir staðir sem okkur þótti nauðsynlegt að heimsækja, heldur frekar margir álíka áhugaverðir staðir.

Íslensku bloggin sem ég rakst á um ferðir til Glasgow má finna hjá Sigrúnu Elísabet, Sólrúnu Diego og Tinnu hjá Fagurkerum.

Við keyrðum suður á fimmtudagskvöldi, og eins og vant er gistum við á Keflavík Bed and Breakfast (sem er núna orðið B&B Hotel Keflavik Airport). Þaðan tókum við svo rútu kl. 5.00 morguninn eftir, en flugið var kl. 7.30.

20181025_223603
Mér finnst alltaf jafn gott að sofa á Keflavík Bed and breakfast (B&B Hotel Keflavik Airport)

Þar sem við erum með Premium Mastercard kreditkort fáum við aðgang að betri stofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli, en þó aðeins ef flogið er með Icelandair. Það var engin bið í töskuinnritunina eða öryggisleitina, svo við héldum bara beint í Saga Lounge.

Ég mæli eindregið með því að nýta þetta ef þú ert með kreditkort sem veitir aðgang að betri stofunni, því þetta var alveg dásamlegt. Þar gengur maður í mat og drykk, auk þess sem þar eru hægindastólar og legubekkir, aðstaða til að fara í sturtu o.fl. Tilkynningar glymja ekki í hátölurunum, lýsing er dempuð svo þetta er afar notalegt miðað við flugvöllinn.

Við lentum í Glasgow um tíuleytið, og gripum leigubíl uppá hótelið okkar, Jurys Inn, þar sem við fengum að innrita okkur strax. Eftir að fara til London þá ætluðum við að taka lestina inn í Glasgow, þar sem hótelið væri alveg við lestarstöðina í miðbænum. En þegar ég kynnti mér málið á netinu, þar sem talað var um að lestarmiðinn inn í miðborg kostaði 8 pund á manninn, en leigubíll væri um 18 pund. Þar sem leigubíll er voðalega þægilegur kusum við hann, þótt hann væri aðeins dýrari. Í leigubílaröðinni á flugvellinum spurði ég fólkið fyrir aftan okkur hvort það væri á leiðinni á sama hótel, og það reyndist vera, svo við deildum leigubíl með þrem konum, og hvor hópur borgaði 12 pund fyrir herlegheitin.

Jurys Inn er mjög vel staðsett hótel niðri við ána Clyde, og aðeins steinsnar frá Argyle Street sem er önnur verslunargatan sem við nýttum okkur hvað mest og St. Enoch verslunarmiðstöðinni. Herbergið sem við fengum var þriggja manna, eitt tvíbreitt rúm og annað einbreitt. Hótelið var mjög snyrtilegt, en ekki neinum lúxus fyrir að fara. En það er nú bara þannig að þetta hótel er flott fyrir Íslendinga í verslunarferð fyrir jólin! Morgunmaturinn var ágætur líka, dugði manni vel fram að hádegismat. Á hótelinu biðu mín nokkrir pakkar frá Amazon, en mér leiðist þessi árátta Amazon til að senda eina pöntun í mörgum pökkum!

20181026_163213
Ég dýrka veggfóðrið í anddyri hótelsins!

Á næstu gatnamótum eru fjórir veitingastaðir, McDonalds, KFC, Tom Hortons og Pizza Hut. Við skelltum okkur á pitsahlaðborð á Pizza Hut í hádeginu áður en við héldum af stað til að kynna okkur borgina pínulítið.

20181026_121820
Pizza Hut er svo „meðidda“!

Við vorum búin að sjá að verið væri að taka upp kvikmynd og því væru nokkrar götur í miðborginni lokaðar. Við ætluðum að fara í skoðunarferð um Glasgow City Chambers, en þar sem allar götur í kring um húsið voru lokaðar féll ferðin niður, og því fór planið aðeins úr skorðum. Myndin sem verið var að taka upp er annað hvort ein enn í The Fast and the Furious seríuna, eða „spin-off“ af þeirri seríu. Skoðunarferðin fær því að bíða næstu heimsóknar.

20181028_110806
Glasgow City Chambers og minnismerki um þá sem létu líf sitt í heimsstyrjöldunum.

Við notuðum bara tímann sem átti að fara í skoðunarferðina í að kynna okkur verslunargöturnar og verslunarmiðstöðina sem næst var hótelinu, og redduðum nokkrum jólagjöfum. Veðrið var bara yndislegt, en alla helgina var það svona um 8°, heiðskírt og þurrt.

Seinni partinn héldum við í Asda, en það er stórmarkaður í ca. 10 mínútna fjarlægð frá hótelinu. Við gripum Uber, og það kostaði okkur um 6-7 pund hvora leið. Þeir eru með mikið af fötum á konur og upp í stórar stærðir (sá a.m.k. stærð 26), svo þar verslaði ég slatta á mig (ég sem ætlaði ekki að versla mér neitt!). Þar var líka slatti af fatnaði á krakka, krúttleg heimilisdeild, lítil leikfangadeild og góð sælgætisdeild. Þar fengum við fallega Lindt konfektkassa sem við færðum mæðrum okkar fyrir pössunina á börnunum…

Á föstudagskvöldinu ætluðum við að skella okkur í bíó, en því miður fannst okkur bara engar spennandi myndir í bíó, svo við slaufuðum því bara, röltum um og gripum okkur svo kebab frá Bifteki House í kvöldmat.

20181026_200430
Ekki sérlega sexý þegar maturinn var kominn upp á hótel, góður – en afar sóðalegur að borða!

Í Glasgow eru þrjár helstu verslunargöturnar Argyle Street, Buchanan og Sauchihall. Á hvorum endanum á Buchanan eru verslunarmiðstöðvar, á efri endanum Buchanan Galleries, og þeim neðri er St. Enoch.

Við vorum búin að hugsa okkur að nota laugardaginn í jólagjafainnkaup og búðarölt, og stilltum því klukkuna á rúmlega 7. Primark og Matalan opna nefnilega kl. 8.00. Við vorum komin í Primark svona 8.15 og reyndumst vera nánast ein í búðinni. Það voru örfáar hræður, en mun fleiri starfsmenn. Búðin var gersamlega tipp topp, greinilega vel tekið á því á nóttunni að taka til og fylla á. Við reyndumst klára megnið af jólagjöfunum fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum, en eftir það röltum við um og gripum eina og eina gjöf sem vantaði upp á og vissum eiginlega varla hvað við áttum við tímann að gera!

20181028_101721

Primark þekkja flestir Íslendingar, en það eru tvær Primark búðir í miðbænum (önnur á Sauchihall og hin á Argyle). Sú á Argyle street, sem er nær hótelinu er á þrem hæðum, og risastór. En þetta er snyrtilegasta Primark búð sem ég hef komið í.

Við versluðum líka slatta í Matalan, sem er beint á móti hótelinu. Matalan er með góða kvennadeild, mikið af flottum fötum í karladeildinni og ágætis krakka- og heimilisdeild. Þar keyptum við t.d. jólapeysur fyrir stelpurnar, smá jólaskraut sem ég alveg féll fyrir og einhverjar afmælisgjafir.

Poundland er líka nánast beint á móti hótelinu, en það er svona Tiger-búð. Flest allt á 1 pund, en sumt á nokkur pund. Þarna keypti ég slatta af hárspennusettum til að eiga í afmælisgjafir fyrir litar vinkonur stelpnanna, og megnið af afmælisgjöf pabba míns – já hún var kannski meira djók, en samt nytsamlegt djók (ein 6 lesgleraugu á pund stykkið – hann týnir þessu og brýtur alveg út í eitt)!

20181027_162753

Í Boots í St. Enoch verslunarmiðstöðinni keypti ég mér meik og aðeins í gjafir. Boots er apótek með risastóra snyrtivörudeild. Hamley’s leikfangabúðin er á efstu hæðinni í St. Enoch verslunarmiðstöðinni, og þar keyptum við smá dót handa stelpunum okkar til að færa þeim þegar við komum heim.

Buchanan Galleries er við endann á Buchanan street, sem er hin verslunargatan sem við gengum gjarnan. Mjög snyrtileg og fín verslunarmiðstöð, þar sem finna mátti mörg flott merki.

Argos var með góð tilboð á Playmo, en stærsta ósk beggja stelpnanna var hestaplaymo. Þar keyptum við fínt hesthús með hestum og köllum. En Argos er held ég alfarið orðin vefverslun, þar sem maður getur svo sótt varninginn. Við bara fórum til þeirra og fengum aðstoð við að panta, og það var afgreitt á 10 mínútum. Þar sem við vorum ekki með breskt símanúmer gátum við ekki pantað á netinu, en þær bara aðstoðuðu okkur stelpurnar. Við fengum playmo hesthús, hestastíu og 4 sett af dúkkufötum fyrir 8.700. Og stelpurnar voru heldur betur lukkulegar þegar við komum heim!

Ég datt inn í HM á Buchanan street á leiðinni í Buchanan Galleries, en þar er HM+ deild. Almennt finnst mér ekkert sérstakt að kaupa krakkaföt í HM, en oft eru þeir með mjög smekkleg föt í stærri stærðum. Ég hins vegar á erfitt með að sjá hvaða verslanir bjóða upp á deild með stærri stærðum, en ef þú kant að komast að því þá endilega deildu því með mér!

Skotar eru komnir langt í plastpokaleysinu, og hvergi þótti skrítið að við værum með fjölnota innkaupapoka með okkur. Við gleymdum að taka með okkur fjölnotapoka í Asda, svo þar fengum við þrjá poka, og svo fengum við einn í fríhöfninni á leiðinni heim. Annars notuðum við bara fjölnota poka, og erum býsna ánægð með það!

Það eru tvær búðir sem ég mæli eindregið með fyrir Harry Potter nirði, en bæði eldri dóttir mín og systir mín falla í þann flokk. The Boy Wizard á Union Street er með allt sem hugurinn girnist í Harry Potter útfærslum. Hins vegar er bókabúð á Sauchihall sem heitir Waterstones. Hún virkar ekki stór, en þegar þú kemur inn reynist hún vera á 5 hæðum, og á einni hæðinni er lesstofa sem er útfærð í Harry Potter þema; þar eru búningar fyrir krakka, galdraskák, allar bækurnar og allur sá varningur er tengist Harry Potter og búðin hefur á boðstólnum. Þarna eru hægindastólar og hægt að koma sér dásamlega fyrir!

Í kvöldmat á laugardagskvöldinu ætluðum við að fara á stað sem heitir Pizza Punks, en það var hálftíma bið eftir borði, svo við hættum við – vildum ekki þurfa að gleypa matinn eða missa af flóttaherberginu sem við áttum pantað. Í staðinn settumst við inn á stað sem heitir Mozza, en vorum ekkert alveg yfir okkur hrifin. Sama mátti segja um gyrosið á Mr. Nick’s í St. Enoch, allt í lagi, en ekkert meira. Það reyndist vera bara heilt yfir með mat í Glasgow, við vorum almennt ekki neitt yfir okkur hrifin.

FB_IMG_1540745673569

Við áttum pantað í flóttaherbergi hjá Locked In seinna um kvöldið.  Herbergið heitir Witch House in the Scottish Highlands, og var alveg frábærlega vel gert. Herbergið var svo flott sett upp og alveg í stílnum. Maður varð alveg hluti af sögunni og klukkutíminn leið mjög hratt. Við kláruðum með 7,5 mín eftir, og alveg í skýjunum að ná að klára fyrsta herbergið sem við förum í bara tvö ein.

Hér má svo finna framhald ferðasögunnar.

Lífið

Hvers vegna valdi ég heimafæðingu?

Fyrirvari: pósturinn er skrifaður að hluta eftir minni, auk þess sem ég er ekki menntaður heilbrigðisstarfsmaður. Hér lýsi ég ástæðum fyrir vali mínu, og það er ekki ætlunin að móðga neinn. Sé eitthvað í þessum pistli sett fram á særandi hátt hefur það verið óvart, þar sem tilgangurinn er ekki að særa eða niðurlægja aðrar mæður né upphefja sjálfa mig.

quote-we-are-the-only-species-of-mammal-that-doubts-our-ability-to-give-birth-it-s-profitable-ina-may-gaskin-92-72-70

Mörgum þótti undarlegt þegar ég valdi heimafæðingu þegar ég gekk með Eyrúnu Önju. Ég ákvað að segja ekki frá því nema nánasta fólkinu mínu mjög seint á meðgöngunni, ég nennti ekki að hlusta á rakalaus rök og fólk með hræðsluáróður. Ég var búin að kynna mér þetta afskaplega vel, og vissi að þetta var rétt fyrir mig.

IMG_0254
Fæðingarlaugin í stofunni, bíður notkunar. Rakel Yrsa búin að útbúa sér hús undir henni.

Eins og ég sagði þótti mörgum þetta undarlegt. Sumir spurðu í hvert skipti sem ég hitti þá hvort ég væri ekki hætt við? Nei, ég var ekki hætt við.

En hvers vegna valdi ég heimafæðingu? Stutta svarið er að þegar ég var búin að lesa mér til um fæðingar, bæði á sjúkrahúsum og heima þá fannst mér öll rök hneigjast að heimafæðingu. Og það gleður mig í hvert skipti sem ég heyri af konum sem ég þekki sem velja heimafæðingar, og að þeim fari fjölgandi – því þetta er dásamleg upplifun.

En núna, sjö árum seinna, ætla ég að varpa ljósi á það sem mér þótti mikilvægast, og þau rök sem vógu hvað þyngst.

69da24eb05f6c4ba79f1161a51f8c182--birth-quotes-quotes-positive

Eyrún Anja er yngri dóttir mín, og hún kom í heiminn rúmum 2 árum eftir að ég fæddi eldri dóttur okkar, Rakel Yrsu. Það kom mér á óvart þegar ég átti Rakel Yrsu hvað þetta reyndist auðvelt – það er kannski ekki rétt að segja auðvelt, en miðað við allt sem ég hafði lesið og séð og heyrt, þá virtist þetta eiga að vera alveg hræðilegt. En þegar á hólminn var komið fór ég ekki upp á sjúkrahús fyrr en ég var komin með tæpa 10 í útvíkkun og þrátt fyrir rúmlega klukkustundar rembing, þá beið ég alltaf eftir þessum „hræðilegu, ólýsanlegu“ verkjum sem ég hélt ég ætti að ganga í gegnum. Ég var svo hissa! Fyrirfram hafði ég haldið að ég yrði komin allt of snemma upp á sjúkrahús, komin með glaðloft, nálastungur, mænudeyfingu og allt sem byðist löngu áður en barnið kæmi!

images

En semsagt; að sjálfsögðu var eitt af því sem hafði hvað mest áhrif á ákvörðun mína að eiga heima var hve auðveldlega fæðing eldri dótturinnar gekk.

Að því sögðu, þá verður ekki nægileg áhersla lögð á að það tekur engin heimafæðingaljósmóðir að sér verðandi móður til heimafæðingar ef hún er ekki hraust, heilbrigð og í eðlilegri meðgöngu. Ef eitthvað kemur upp á meðgöngunni eða meðgangan flokkast sem áhættumeðganga er heimafæðing ekki valkostur.

IMG_0257
Laugin plöstuð.

Ég hafði lesið töluvert um heimafæðingar á spjallþráðunum á Draumabörnum, og séð að orðið sem fór af báðum ljósunum sem tóku að sér heimafæðingar á Akureyri var mjög gott.

Þrátt fyrir að hafa haft það ágætt í sængurlegunni á fæðingadeildinni með eldri dótturina, þá langaði mig alltaf heim. Mér fannst óþægilegt að vera ekki á mínu svæði, að vera í ókunnum aðstæðum. En þegar kemur að heimafæðingu er maður á sínu eigin heimili, stjórnar sjálfur hvar, hvenær og hvað maður borðar, hjúfrar sig í sínu eigin rúmi með litla hnoðrann og það stormar enginn óboðinn inn til þín.

quote-if-we-want-to-find-safe-alternatives-to-obstetrics-we-must-rediscover-midwifery-to-rediscover-michel-odent-66-42-88

Auk þess getur hægt á fæðingu við raskið við að koma sér á sjúkrahúsið, og gjarnan hægist á fæðingu þegar komið er í óþekktar aðstæður – var eitt af fjölmarga sem ég las á meðgöngunni. Við erum þegar allt kemur til alls bara dýr, eins og hin dýrin, og undirmeðvitundin sig ekki örugga getur heilinn sent líkamanum boð um það. Við finnum þegar allt kemur til alls fyrir mestu öryggi á okkar eigin heimili.

IMG_0495
Komin í laugina!

Sjúkrahús eru gróðrarstía fyrir sýkla. Þar er veiku og deyjandi fólki safnað saman. Ungbörn eru sérlega viðkvæm fyrir sýklum, en heima hjá okkur eru bara okkar eigin sýklar sem við erum ónæm fyrir. Engir utanaðkomandi sýklar frá öðru fólki.

Það er líka mikið öryggi fólgið í því að þekkja ljósmóðurina sína áður en komið er í fæðingu. Ég ákvað (að mig minnir) að fæða heima á 27. viku, og eftir það sinnti ljósmóðirin, sem myndir taka á móti barninu, mér alfarið. Við höfðum því spjallað og kynnst í 14 vikur þegar Eyrúnu loks þóknaðist að mæta. Við höfðum rætt í þaula fyrri fæðinguna, og hvernig ég sæi fyrir mér komandi fæðingu, t.a.m. með tilliti til verkjastillingar.

photo

Í heimafæðingu eru alltaf tvær ljósmæður, sem hjálpast að. Ég vissi að við fæðinguna yrði enginn nema ég, maðurinn minn, og ljósurnar tvær. Ég hafði óskað eftir að ljósan sem tók á móti eldri dóttur minni yrði aðstoðarljósa í fæðingunni, en hún var því miður á vakt á sjúkrahúsinu þegar til kom. Sú sem var aðstoðarljósmóðir hafði aftur á móti sinnt mér svolítið í fyrri sængurlegunni, svo hún var ekki óþekkt andlit.

2655775-Ina-May-Gaskin-Quote-Let-your-monkey-do-it

Eitt af því sem gerir heimafæðingar svo frábærar er að það er ljósmóðir að fylgjast með þér allan tímann. Hún þarf ekki að sinna öðrum konum í fæðingu, svara símtölum, hjálpa við brjóstagjöf o.s.frv. heldur er öll hennar athygli á þér.

Ljósmæður eru sérstaklega vel menntaðar og þær geta oftast sagt til með góðum fyrirvara ef upp eru að koma vandræði í fæðingu. Telji þær eitthvað ekki vera eins og það á að vera, þá ráðleggja þær verðandi foreldrum að fara á spítala. Það eru engir sénsar teknir.

IMG_0508
Litlan mætt!

Akureyri er lítill bær og oft sagt í gríni (en þó alvöru) að maður sé aldrei lengur en 7 mínútur milli staða innan bæjarins. Það miðar við eðlilegan ökuhraða. Ef eitthvað kæmi upp á þá væri maður aldrei lengur en 5 mínútur á sjúkrahúsið, og tvær ljósmæður með manni allan tímann.

Hvað las ég og horfði á til að búa mig undir fæðinguna?

Bækur m.a.
Ina May’s Guide to Childbirth e. Inu May Gaskin
Spiritual Midwifery e. Inu May Gaskin
Birth Matters e. Inu May Gaskin
The Official Lamaze Guide: For a Healthy Pregnancy and Birth e. Judith Lothian o.fl.
Birth and Breastfeeding e. Michel Odent
Ina May’s Guide to Breastfeeding e. Inu May Gaskin

Myndir m.a.
Orgasmic Birth
Birth Into Being
Babies
The Business of Being Born
The Great Sperm Race
Frumgrátur (le Prima Crie)

e758afeb26ed9c25fdf513c2ccf92592

Ferðalög, Lífið

Að pakka fyrir utanlandsferð

Ég er búin að gera mér lista yfir það sem þarf að pakka þegar ég fer erlendis, til að minnka stress. Að sjálfsögðu er mismunandi hvað maður þarf að hafa með sér, eftir hvert maður er að fara, hversu lengi og hvað maður er að fara að gera. En þetta er grunnlisti sem ég styðst gjarnan við, og þar sem ég fór til Glasgow um helgina datt mér í hug að deila listanum mínum!

20181024_213750
Fjölnota innkaupapoki, bakpoki og veskið mitt (sem passar fullkomlega undir kilju í flugið!)

Fatnaður
Sundföt
Nærföt
Náttföt
Bolir
Peysa
Buxur
Stuttbuxur
Yfirhöfn

20181024_211945
Fjölnota innkaupapoki (frá Viss, sem er vinnustaður fólks með skerta starfsgetu), augngríma, nefúði, varasalvi og heyrnartól.

Snyrtivörur o.fl.
Tannbursti og tannkrem
Förðunarvörur og hreinsir
Svitalyktareyðir
Eyrnapinnar
Lyf
Naglaklippur
Plokkari
Chafe Stick (Þetta er algjör snilld fyrir þá sem fá auðveldlega nuddsár)
Verkjalyf
Sólarvörn

20181024_212459
Regnhlíf (nauðsynleg í UK!), vegabréf, ferðagögn, hleðslubanki og litlu þvottastykkin mín.

Handfarangur
Bók (og helst tvær)
Lesljós
Varasalvi (loftið í flugvélum er alltaf svo þurrt!)
Nefúði (nefið á mér stíflast alltaf í flugvélum, og þá verð ég oft flugveik..)
Vegabréf
Veski
Hálspúði
Sólgleraugu
Hleðslutæki
Heyrnartól
Augngríma
Handspritt
Reiðufé
Tryggingakort ef ferðast er innan Evrópu.
Pappírar: flugmiðar, hótelstaðfestingar, staðfestingar á afþreyingu, bílaleigubíl…
Rör
Penni
Pakki af bréfþurrkum

20181024_213338
Pakki af bréfþurrkum, penni og stálrör í fjölnota áhaldapoka.

 

Ýmislegt
Þvottastykki til að þrífa farða
Töskuvog
Bakpoki
Selfiestöng
Regnhlíf
Fjölnotapoki
Hleðslubanki
Millistykki til að geta sett í samband
Ökuskírteini (svosem ekki nauðsyn ef maður er ekki að fara að keyra, en sumstaðar er maður beðinn um skilríki þegar maður greiðir með kreditkorti, og mér finnst svolítið óþægilegt að vera alltaf með vegabréfið á mér)

20181024_212735
Hleðslutæki, Evrópska sjúkratryggingakortið, breskt klink og heyrnartól eiginmannsins.

Ég reyni almennt að ferðast mjög létt, taka eins lítið með og ég kemst af með. En það helgast nú aðallega af því að ég hef hingað til verið að versla duglega þegar ég fer erlendis, en nú ætla ég mér að bæta það og versla minna – enda farin að fara mun örar. Þá kemur upp á móti að maður þarf að taka meira með sér. Ég t.d. kom með hrein föt sem ég hafði pakkað niður heim frá London, en það hefur aldrei gerst áður held ég!

Ef þig vantar pökkunarlista, þá geturðu fengið þennan í prentvænni útgáfu hér: Pökkunarlisti

Hverju pakkar þú alltaf þegar þú ferð erlendis?

Ferðalög, Lífið

Vinkonuferð til London – seinni hluti

Þessi færsla er framhald af þessari hér.

Eftir kokteiladrykkju laugardagskvöldsins sváfum við út, og héldum í Primark þegar við vöknuðum. Þeir sem þekkja okkur verða hissa að heyra að við versluðum einstaklega lítið í þessari ferð, og búðarrápuðum ekkert, en Primark var eina búðin sem við versluðum í (fyrir utan minjagripi) – fórum ekki einu sinni í H&M.

20180826_153813
Í kökukaffi hjá Richoux.

Þegar við vorum búnar að versla, skruppum við á hótelið til að skila af okkur góssinu og skipta um föt. Síðan héldum við í átt að O2 tónleikahöllinni.

20180826_162325(0)
Aðkoman að O2.

Í O2 má finna aragrúa verslana og veitingastaða, svo okkur leiddist ekkert þótt við hefðum verið snemma á ferðinni. Við fórum á TGI Friday’s og fengum okkur kokteila og nutum lífsins. Það verður að segjast að TGI bjóða upp á þrusu kokteila!

Snapchat-2026394206

 

O2 tekur allt að 20.000 manns, og er því næst stærsti innanhússvettvangur sinnar tegundar í Bretlandi. O2 státar af flestum seldum tónleikamiðum af tónleikahöllum heimsins, en í fyrra voru seldir yfir 1.4 milljón miðar á tónleika sem haldnir voru í höllinni. Næst á eftir kemur svona Madison Square Garden í New York með tæpa 1.2 milljón miða.

20180826_180422
Við vorum með þeim fyrstu inn í salinn í O2.

Þetta var því gríðarleg upplifun fyrir stelpurnar frá litla Íslandi! Við vorum í mjög góðum sætum, á gólfinu nálægt sviðinu. Britney hefur í nokkur ár verið með fasta sýningu í Las Vegas og þessi tónleikaferð hennar á mikið skylt við þá sýningu.

20180826_193345

Pitbull sá um upphitun fyrir hana, og eins og við vorum efins um þá samsetningu þá var hann alveg meiriháttar. Fyrirfram vissi ég ekki að ég þekkti mikið af lögunum hans, og ef satt skal segja þekkti ég bara Timber á lagalistanum, en í ljós kom að ég kannaðist við megnið af lögunum.

20180826_205822
Britney komin á svið.

Þegar Britney kom á svið ærðist allt, við vorum umkringdar samkynhneigðum karlmönnum sem kunnu textana hennar mun betur en við nokkurntímann, og margir dönsuðu eins og þeir væru hluti af danshópnum hennar. Ég veit að þetta hljómar eins og stereótýpa, en þeir sem voru næst okkur voru holdgervingar stereótýpunnar! Við sem getum varla hreyft okkur í takt, og hvað þá sungið, vorum svolítið út úr kú, en þetta var allt saman dásamlegt!

Ég er nokkuð viss um að hún söng ekki neitt, heldur hafi allur söngurinn verið á bandi. Um miðja tónleika ávarpaði hún fjöldann, og var þá mjög skræk og hreint ekki eins og hún hefði notað röddina mikið síðastliðna klukkutíma! He-he-he. En söngleysið var bætt upp með gríðarlegri sýningu og miklum dansi. Það vakti einnig mikla lukku, undir lok sýningarinnar, þegar konfetti fór að rigna yfir salinn.

20180826_233503

Á mánudagsmorgninum eftir morgunmat og pakkerí, héldum við í neðanjarðarlestakerfið eina ferðina enn og komum okkur upp á Marylebone station, þaðan sem við tókum lest til Banbury og þaðan áfram til Birmingham. Lestarstöðin í Banbury var lítil, og minnti eiginlega bara á Ísland á vissan hátt.

20180827_092339
Morgunverðarsalurinn á Melia White House.

Lestarferðin frá Marylebone til Banbury tók um klukkustund, og var bara mjög þægileg og kósý í alla staði. Hins vegar – frá Banbury til Birmingham; það var ekki alveg jafn kósy. Við vorum sennilega hátt í 20 standandi á svona 6-8 fm., allir með farangur, í 40 mínútur! Það var ægilega erfið reynsla fyrir persónulega rýmið okkar, þar sem við verum vön að hafa nóg pláss fyrir okkur hér á Íslandi!

Í Birmingham gistum við á Ibis Styles Birmingham NEC and Airport, og þar fór bara býsna vel um okkur. Í það minnsta fannst okkur við hafa nóg pláss eftir skápinn sem við dvöldum í í London. Hótelið var rétt við lestarstöðina, og rétt við Genting Arena líka. Gæti bara ekki verið betra!

20180827_141842
Ibis Styles Birmingham NEC and Airport. Já, það er skógarbjörn á einhjóli á veggnum.

Þar til við mættum á Genting Arena og komumst að því að tónleikarnir voru víst ekki þar, heldur í Arena Birmingham í ca 20 mínútna akstursfjarlægð. Sem betur fer vorum við ekki einu lúðarnir, heldur hittum við þar hóp af fólki í sömu vandræðum. Við spurðum mæðgur sem voru þarna með okkur hvernig maður kæmist niður í bæ, en þær sögðu okkur bara að hoppa aftur í, við gætum sko bara komið með þeim!

20180827_194619
Arena Birmingham.

Við eigum þeim stóra skuld að gjalda, en við fengum ekki einu sinni nöfnin þeirra, þar sem okkur var stíað í sundur alveg óviðbúnum. Þær þurftu inn um annan inngang en við þar sem þær voru í sætum en við í stæðum. Ég er samt enn að þakka fyrir að þær hafi verið þarna á nákvæmlega þessari mínútu og verið tilbúnar að hjálpa okkur – þvílík tilviljun!

20180827_231742
Arena Birmingham.

Hafandi farið á tónleika í O2 kvöldið áður, þá sáum við greinilegan mun á tónleikahöllunum. Í O2 voru veskin okkar gegnumlýst og við fórum í gegnum málmleitarhlið. Í Birmingham var litið ofan í veskin okkar og við rétt klappaðar um mjaðmirnar.

20180827_212510
Dásamlegi JT.

Justin Timberlake olli ekki vonbrigðum. Þvílík sýning, dansinn, söngurinn, innlifunin og ástin í loftinu. Þetta var hreinlega alveg dásamleg upplifun! Það skemmdi sko ekki fyrir hvað við vorum nálægt sviðinu, og þar með goðinu sjálfu!

20180827_190015
Sjálfa í bíl á leið til Arena Birmingham.

Heimferðardagurinn rann upp bjartur og fagur, en við yfirgáfum hótelið um 12.00 og héldum yfir á lestarstöðina. Þar komum við okkur vel fyrir því við þurftum að bíða dágóða stund. Þessi lestarferð var mun betri en sú deginum áður þar sem við þurftum bara eina lest inn í miðborg London og stökkva þar á lest til Heathrow. Auk þess voru númeruð sæti, þannig það fór býsna vel um okkur bara!

20180826_113212

Þegar ég stóð upp til að yfirgefa lestina eftir að hún kom á áfangastað uppgötvaði ég að ég hafði skilið bakpokann minn eftir lestarstöðinni í Birmingham. Til allrar guðs lukku hafði ég flutt passann minn í veskið, svo ég kæmist heim! Hinsvegar er alveg ótrúlegt hvað kemst í svona bakpoka, því eftir að ég kom heim var ég lengi vel að átta mig á fleiri hlutum sem voru í bakpokanum.

Flugið heim var bara ljúft og að sjálfsögðu gistum við aftur á BB Keflavík. Við tókum svo rútuna frá þeim aftur á Leif Eiríks kl. 7.00 morguninn eftir til að ná flugrútunni til Reykjavíkur. Það tók ekki nema u.þ.b. 70 mínútur að komast frá Leifi Eiríks á BSÍ, svo ferðafélaginn missti næstum af Strætó, en ég var samt mætt á góðum tíma á Reykjavíkurflugvöll.

20180829_095438
Flugvélamyndir eru almennt þreyttar, en ég bara varð!

Þetta var í fyrsta skipti sem ég flýg innanlands síðan örugglega 2012, en mér þykir ótrúlega sniðugt hjá þeim að vera með svona ferðadagbækur í sætisvösunum. Þar getur fólk skrifað um það sem það upplifði í ferðalaginu eða hvað sem er, og skilið eftir fyrir aðra að lesa. Það var mjög skemmtilegt að lesa sögur fólks!

20180829_095200
Ferðadagbókin.

Og með því lauk dásamlegri utanlandsferð með bestu vinkonunni ❤ get ekki beðið þar til næst!

Lífið

Portrettmyndataka í Regent’s Park

Nú þegar Bucket listinn er kominn á blað, þá er ekki seinna vænna en að byrja að strika út af honum.

Þegar ég fór til London fór ég í förðun og létta hárgreiðslu og skellti mér í myndatöku. Ég mælti mér mót við ljósmyndara, hann hitti mig á hótelinu mínu og við gengum saman í Regent’s Park þar sem við vörðum klukkustund í myndatökur.

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

10 myndir voru innifaldar í myndatökunni, en það var svo erfitt að velja að ég endaði með að kaupa aðrar 10 af honum.

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

© Budget Photographer London

Ég get ekki annað sagt en ég sé nokkuð ánægð með niðurstöðuna!

Ef einhver er í svipuðum hugleiðingum get ég ekki annað ég mælt með ljósmyndaranum; hann heitir Shen og myndirnar hans og upplýsingar til að ná í hann má finna á heimasíðunni hans. Hann hafði virkilega þægilega nærveru, og var einstaklega faglegur og flottur.

Þótt hann vissi að ég væri á ferðalagi og lægi ekkert á að fá að sjá myndirnar, þar sem ég hefði engan tíma til að skoða og velja fyrr en um viku síðar, þá var hann klár með þær á þrem dögum!