Umhverfið

Fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni lífsstíl

Fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni lífstíl eru tiltölulega einföld:

IMG_20180113_182559_021

Fjölnota innkaupapokar
Fjölnota innkaupapoka er hægt að fá nánast hvar sem er í dag, þannig það er engin afsökun fyrir því að kaupa plastpoka. Hver fjölnota poki þarf aðeins að vera notaður 20 sinnum til að vera orðinn umhverfisvænni kostur en plastpoki. Ef þú manst ekki eftir pokunum þegar þú ferð í búðina er gott ráð að annað hvort hengja þá alltaf á útidyrahurðina eða hafa þá í bílnum.

received_10155371960226624

Fjölnota grænmetispokar
Fjölnota grænmetispokar gera mikið til að losa okkur við einnota plast. Þessir litlu þunnu skrjáfpokar rifna nánast alltaf, og er sjaldan hægt að nota aftur. Grænmetispokarnir koma í veg fyrir mikið magn af svoleiðis pokum, en margir sleppa því bara að nota poka. Ég persónulega nenni því ekki, en ef maður er bara að kaupa eitt eða tvö epli gerir maður það samt.
Margir velta fyrir sér hvort maður sé ekki að borga mikið fyrir pokann sinn á kassanum í hvert skipti. Ef ég man rétt er stærri fjölnota grænmetispokinn minn 14 grömm. Ef við miðum við að kílóverð á því sem við erum að kaupa sé 600 kr., þá ertu að borga 8,5 krónur fyrir pokann. Ef við spörum 100 plastpoka eru það þá 850 krónur – sem er alveg þess virði í stóra samhenginu. Við eigum bara eina jörð.

IMG_20180113_193407_390

Nestisbox eða fjölnota nestispokar fyrir nestið
Ekki nota plastnestispoka fyrir nestið, notaðu frekar nestisbox eða fjölnota nestispoka. Mæli eindregið með að fjárfesta í vönduðum boxum, og helst úr gleri eða stáli. Ég nota mikið Tupperware, en eftir því sem það týnir tölunni mun ég fara meira í glerið eða stálið. Ég hef heyrt að í CostCo séu til flott glerbox með plastlokum, sem henti vel undir nesti.
Ég nota mikið blautpokana mína, sem eru pokar úr efni sem kallast PUL. Efnið er vatnshelt, og því notað ég pokana gjarnan t.d. utan um nesti sem gæti lekið hjá dætrum mínum, og þá sjaldan þær fara með nesti sem er í einnota umbúðum sem þurfa að koma heim aftur (krakkarnir þurfa að taka umbúðir t.d. drykkjarfernur og skyrdósir með sér heim aftur, þeim má ekki henda í skólanum).

20170530_154225.jpg

Blautpokar fyrir föt o.fl.
Blautpokana mína nota ég mikið fyrir blaut föt, krem o.fl. í ferðalagið eða óhrein nærföt á leiðinni heim, utan um nestið, o.fl. Þessir hafa sparað mér marga plastpoka í gegnum tíðina. Yngri dóttirin hefur stundum með sér blautpoka í skólasundið, því hún nær ekki að vinda sundbolinn nógu vel, og þá blotnar sundpokinn hennar stundum í gegn.
Ég var alltaf með nokkra svona í körfunni í leikskólanum þar sem dæturnar geymdu hrein föt til skiptanna, þannig ef það þurfti að sækja hrein föt var bara sóttur poki undir blautu fötin í leiðinni. Og kennararnir voru alls ekkert óánægðir með þetta, þeir hefðu hvort eð er þurft að sækja plastpoka.

Engan-fjlpst_
Mynd fengin að láni hjá natturan.is

Afþakka ruslpóst og dagblöð
Það er lítið mál að afþakka ruslpóst og dagblöð, en á heimasíðu póstsins er hægt að skrá heimilisfangið sitt og fá límmiða sem á stendur að fjölpóstur sé afþakkaður. Hér má nálgast formið til að fylla út og fá sendan límmiða á lúguna.
Sambærilega límmiða má líka fá hjá Póstdreifingu ef haft er samband við þá, en flestir virða líka bara heimatilbúnar merkingar.

Svo mæli ég að sjálfsögðu með mínu eigin vörumerki; Fjölnota.