Lífið

Hvers vegna valdi ég heimafæðingu?

Fyrirvari: pósturinn er skrifaður að hluta eftir minni, auk þess sem ég er ekki menntaður heilbrigðisstarfsmaður. Hér lýsi ég ástæðum fyrir vali mínu, og það er ekki ætlunin að móðga neinn. Sé eitthvað í þessum pistli sett fram á særandi hátt hefur það verið óvart, þar sem tilgangurinn er ekki að særa eða niðurlægja aðrar mæður né upphefja sjálfa mig.

quote-we-are-the-only-species-of-mammal-that-doubts-our-ability-to-give-birth-it-s-profitable-ina-may-gaskin-92-72-70

Mörgum þótti undarlegt þegar ég valdi heimafæðingu þegar ég gekk með Eyrúnu Önju. Ég ákvað að segja ekki frá því nema nánasta fólkinu mínu mjög seint á meðgöngunni, ég nennti ekki að hlusta á rakalaus rök og fólk með hræðsluáróður. Ég var búin að kynna mér þetta afskaplega vel, og vissi að þetta var rétt fyrir mig.

IMG_0254
Fæðingarlaugin í stofunni, bíður notkunar. Rakel Yrsa búin að útbúa sér hús undir henni.

Eins og ég sagði þótti mörgum þetta undarlegt. Sumir spurðu í hvert skipti sem ég hitti þá hvort ég væri ekki hætt við? Nei, ég var ekki hætt við.

En hvers vegna valdi ég heimafæðingu? Stutta svarið er að þegar ég var búin að lesa mér til um fæðingar, bæði á sjúkrahúsum og heima þá fannst mér öll rök hneigjast að heimafæðingu. Og það gleður mig í hvert skipti sem ég heyri af konum sem ég þekki sem velja heimafæðingar, og að þeim fari fjölgandi – því þetta er dásamleg upplifun.

En núna, sjö árum seinna, ætla ég að varpa ljósi á það sem mér þótti mikilvægast, og þau rök sem vógu hvað þyngst.

69da24eb05f6c4ba79f1161a51f8c182--birth-quotes-quotes-positive

Eyrún Anja er yngri dóttir mín, og hún kom í heiminn rúmum 2 árum eftir að ég fæddi eldri dóttur okkar, Rakel Yrsu. Það kom mér á óvart þegar ég átti Rakel Yrsu hvað þetta reyndist auðvelt – það er kannski ekki rétt að segja auðvelt, en miðað við allt sem ég hafði lesið og séð og heyrt, þá virtist þetta eiga að vera alveg hræðilegt. En þegar á hólminn var komið fór ég ekki upp á sjúkrahús fyrr en ég var komin með tæpa 10 í útvíkkun og þrátt fyrir rúmlega klukkustundar rembing, þá beið ég alltaf eftir þessum „hræðilegu, ólýsanlegu“ verkjum sem ég hélt ég ætti að ganga í gegnum. Ég var svo hissa! Fyrirfram hafði ég haldið að ég yrði komin allt of snemma upp á sjúkrahús, komin með glaðloft, nálastungur, mænudeyfingu og allt sem byðist löngu áður en barnið kæmi!

images

En semsagt; að sjálfsögðu var eitt af því sem hafði hvað mest áhrif á ákvörðun mína að eiga heima var hve auðveldlega fæðing eldri dótturinnar gekk.

Að því sögðu, þá verður ekki nægileg áhersla lögð á að það tekur engin heimafæðingaljósmóðir að sér verðandi móður til heimafæðingar ef hún er ekki hraust, heilbrigð og í eðlilegri meðgöngu. Ef eitthvað kemur upp á meðgöngunni eða meðgangan flokkast sem áhættumeðganga er heimafæðing ekki valkostur.

IMG_0257
Laugin plöstuð.

Ég hafði lesið töluvert um heimafæðingar á spjallþráðunum á Draumabörnum, og séð að orðið sem fór af báðum ljósunum sem tóku að sér heimafæðingar á Akureyri var mjög gott.

Þrátt fyrir að hafa haft það ágætt í sængurlegunni á fæðingadeildinni með eldri dótturina, þá langaði mig alltaf heim. Mér fannst óþægilegt að vera ekki á mínu svæði, að vera í ókunnum aðstæðum. En þegar kemur að heimafæðingu er maður á sínu eigin heimili, stjórnar sjálfur hvar, hvenær og hvað maður borðar, hjúfrar sig í sínu eigin rúmi með litla hnoðrann og það stormar enginn óboðinn inn til þín.

quote-if-we-want-to-find-safe-alternatives-to-obstetrics-we-must-rediscover-midwifery-to-rediscover-michel-odent-66-42-88

Auk þess getur hægt á fæðingu við raskið við að koma sér á sjúkrahúsið, og gjarnan hægist á fæðingu þegar komið er í óþekktar aðstæður – var eitt af fjölmarga sem ég las á meðgöngunni. Við erum þegar allt kemur til alls bara dýr, eins og hin dýrin, og undirmeðvitundin sig ekki örugga getur heilinn sent líkamanum boð um það. Við finnum þegar allt kemur til alls fyrir mestu öryggi á okkar eigin heimili.

IMG_0495
Komin í laugina!

Sjúkrahús eru gróðrarstía fyrir sýkla. Þar er veiku og deyjandi fólki safnað saman. Ungbörn eru sérlega viðkvæm fyrir sýklum, en heima hjá okkur eru bara okkar eigin sýklar sem við erum ónæm fyrir. Engir utanaðkomandi sýklar frá öðru fólki.

Það er líka mikið öryggi fólgið í því að þekkja ljósmóðurina sína áður en komið er í fæðingu. Ég ákvað (að mig minnir) að fæða heima á 27. viku, og eftir það sinnti ljósmóðirin, sem myndir taka á móti barninu, mér alfarið. Við höfðum því spjallað og kynnst í 14 vikur þegar Eyrúnu loks þóknaðist að mæta. Við höfðum rætt í þaula fyrri fæðinguna, og hvernig ég sæi fyrir mér komandi fæðingu, t.a.m. með tilliti til verkjastillingar.

photo

Í heimafæðingu eru alltaf tvær ljósmæður, sem hjálpast að. Ég vissi að við fæðinguna yrði enginn nema ég, maðurinn minn, og ljósurnar tvær. Ég hafði óskað eftir að ljósan sem tók á móti eldri dóttur minni yrði aðstoðarljósa í fæðingunni, en hún var því miður á vakt á sjúkrahúsinu þegar til kom. Sú sem var aðstoðarljósmóðir hafði aftur á móti sinnt mér svolítið í fyrri sængurlegunni, svo hún var ekki óþekkt andlit.

2655775-Ina-May-Gaskin-Quote-Let-your-monkey-do-it

Eitt af því sem gerir heimafæðingar svo frábærar er að það er ljósmóðir að fylgjast með þér allan tímann. Hún þarf ekki að sinna öðrum konum í fæðingu, svara símtölum, hjálpa við brjóstagjöf o.s.frv. heldur er öll hennar athygli á þér.

Ljósmæður eru sérstaklega vel menntaðar og þær geta oftast sagt til með góðum fyrirvara ef upp eru að koma vandræði í fæðingu. Telji þær eitthvað ekki vera eins og það á að vera, þá ráðleggja þær verðandi foreldrum að fara á spítala. Það eru engir sénsar teknir.

IMG_0508
Litlan mætt!

Akureyri er lítill bær og oft sagt í gríni (en þó alvöru) að maður sé aldrei lengur en 7 mínútur milli staða innan bæjarins. Það miðar við eðlilegan ökuhraða. Ef eitthvað kæmi upp á þá væri maður aldrei lengur en 5 mínútur á sjúkrahúsið, og tvær ljósmæður með manni allan tímann.

Hvað las ég og horfði á til að búa mig undir fæðinguna?

Bækur m.a.
Ina May’s Guide to Childbirth e. Inu May Gaskin
Spiritual Midwifery e. Inu May Gaskin
Birth Matters e. Inu May Gaskin
The Official Lamaze Guide: For a Healthy Pregnancy and Birth e. Judith Lothian o.fl.
Birth and Breastfeeding e. Michel Odent
Ina May’s Guide to Breastfeeding e. Inu May Gaskin

Myndir m.a.
Orgasmic Birth
Birth Into Being
Babies
The Business of Being Born
The Great Sperm Race
Frumgrátur (le Prima Crie)

e758afeb26ed9c25fdf513c2ccf92592