Bækur, Bucket list

100 bækur sem ég ætla að lesa

Jæja, nú er ég búin að setja saman lista yfir bækur sem ég ætla að lesa, eins og ég einsetti mér á Bucket listanum.

Á listanum er bæði klassík og nýlegar bækur, eftir íslenska höfunda og erlenda, á íslensku og ensku, fyrir börn og fullorðna…

Ég les nánast einungis á íslensku, og það kemur ekki til af slakri enskukunnáttu, heldur þeirri sannfæringu að við notum ensku svo mikið frá degi til dags, horfum á sjónvarpsefni á ensku, lesum greinar og hlustum á hlaðvörp á ensku o.s.frv., að það veitir ekki af að lesa góðan íslenskan texta til að halda við íslenskunni hjá sér.

Listinn er í stafrófsröð, en engri sérstakri lesröð eða áhugaröð.

1 12 years a slave Solomon Northup
2 Ævintýri Pickwicks Charles Dickens
3 All the light we cannot see Anthony Doerr
4 Allt sundrast Chinua Achebe
5 Anna í Grænuhlíð serían L.M. Montgomery
6 Auðar-þríleikurinn Vilborg Davíðsdóttir
7 X Aulabandalagið John Kennedy Toole
8 Bréf til Láru Þórbergur Þórðarson
9 Búddenbrooks Thomas Mann
10 Býr Íslendingur hér Garðar Sverrisson
11 X Dagbók Önnu Frank Anna Frank
12 Dalalíf Guðrún frá Lundi
13 Dauðar sálir Nikolai Gogol
14 X Davíð Copperfeld Charles Dickens
15 Dimmur hlátur Sherwood Anderson
16 Ditta Mannsbarn Martin Andersen Nexö
17 Dreggjar dagsins Kazuo Ishiguro
18 X Duld Stephen King
19 Duttlungar örlaganna John Steinbeck
20 Ef að vetrarnóttu ferðalangur Italo Calvino
21 X Elskhugi lafði Chatterley D.H. Lawrence
22 Ethan Frome Edith Wharton
23 Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar Guðbergur Bergsson
24 Fjötrar W. Somerset Maugham
25 Framúrskarandi dætur Katherine Zoepf
26 X Frankenstein Mary Shelley
27 Gamli maðurinn og hafið Ernest Hemingway
28 X Gerpla Halldór Laxness
29 Glerhjálmurinn Sylvia Plath
30 Glitra daggir, grær fold Margit Söderholm
31 X Gösta Berlingssaga Selma Lagerlöf
32 Græna mílan Stephen King
33 Grænn varstu dalur Richard Llewellyn
34 Grámosinn glóir Thor Vilhjálmsson
35 Greifinn frá Monte Cristo Alexandre Dumas
36 Gróður jarðar Knut Hamsun
37 X Halla og Heiðarbýlið Jón Trausti
38 Harry Potter serían J.K. Rowling
39 Helreiðin Selma Lagerlöf
40 Hetja vorra tíma Mikhail Lermontov
41 Hinir smánuðu og svívirtu Fjodor Dostojevski
42 Hundrað ára einsemd Gabriel Garcia Marquez
43 Hundrað dyr í golunni Steinunn Sigurðardóttir
44 Húsið á sléttunni serían Laura Ingalls Wilder
45 Hvítklædda konan Wilkie Collins
46 Í ættlandi mínu Hulda
47 X Í góðu hjónabandi Doris Lessing
48 Í Skálholti Guðmundur Kamban
49 Íslenskur aðall Þórbergur Þórðarson
50 Kaffihús tregans Carson McCullers
51 Kantaraborgarsögur Geoffrey Chaucer
52 Karamazov bræðurnir Fjodor Dostojevski
53 Konan í dalnum og dæturnar sjö Guðmundur Hagalín
54 Kóralína Neil Gaiman
55 Krókódílastrætið Bruno Schulz
56 Land og synir Indriði G. Þorsteinsson
57 Langur vegur frá Kensington Muriel Spark
58 Lesið í snjóinn Peter Höeg
59 Leyndardómar Parísarborgar Eugene Sue
60 Lolita Vladimir Nabokov
61 María Stúart Stefan Zweig
62 Móðirin Maxim Gorky
63 Mrs. Dalloway Virginia Woolf
64 Nafn rósarinnar Umberto Eco
65 Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum John le Carré
66 Nonni og Manni Jón Sveinsson
67 Norwegian Wood Haruki Murakami
68 Nóttin blíð F. Scott Fitzgerald
69 Öreigarnir í Lódz Steve-Sem Sandberg
70 Pelli Sigursæli Martin Andersen Nexö
71 Perlan John Steinbeck
72 Pósturinn hringir alltaf tvisvar James M. Cain
73 Punktur punktur komma strik Pétur Gunnarsson
74 Ráðskona óskast í sveit Snjólaug Bragadóttir
75 Ragtime E.L. Doctorov
76 X Rakel Daphne DuMaurier
77 Réttarhöldin Franz Kafka
78 Rómeó og Júlía William Shakespeare
79 Saga þernunnar Margaret Atwood
80 Saga tveggja borga Charles Dickens
81 Salka Valka Halldór Laxness
82 Spámennirnir í Botnleysufirði Kim Leine
83 Stikilsberja-Finnur Mark Twain
84 Sturlungaaldarbækurnar Einar Kárason
85 Svart blóm John Galsworthy
86 Svipur kynslóðanna John Galsworthy
87 The Other Boleyn Girl Philippa Gregory
88 The Tenant of Wildfell Hall Anne Bronte
89 Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum Erich Maria Remarque
90 X Tíu litlir negrastrákar Agatha Christie
91 Töframaðurinn frá Lúblín Isaac Bashevis Singer
92 Tómas Jónsson metsölubók Guðbergur Bergsson
93 Tvennir tímar Knut Hamsun
94 Umrenningar Knut Hamsun
95 X Útlendingurinn Albert Camus
96 X Veröld ný og góð Aldous Huxley
97 We Need to Talk About Kevin Lionel Shriver
98 Þóra frá Hvammi Ragnheiður Jónsdóttir
99 Þriðjudagar með Morrie Mitch Albom
100 Þúsund og ein nótt

Mikið af titlunum á listanum eru bækur sem ég á nú þegar, bækur eftir höfunda sem ég hef lesið áður, bækur sem mér finnast hálf-ógnvekjandi, eða eftir höfunda sem ég hef aldrei lesið áður! Sumar verða áskorun, en aðrar verða auðveldar – en það er líka það sem þetta snýst um 🙂

Ég setti upp lista þar sem hægt er að merkja við það sem þú hefur lesið, endilega merktu við og deildu með mér hverjar þessara þú hefur lesið!

Það væri gaman að heyra frá þér ef þú hefur lesið eitthvað af þessum, eða ef það er einhver sem þér finnst sárlega vanta á listann!

Ferðalög, Lífið

Að pakka fyrir utanlandsferð

Ég er búin að gera mér lista yfir það sem þarf að pakka þegar ég fer erlendis, til að minnka stress. Að sjálfsögðu er mismunandi hvað maður þarf að hafa með sér, eftir hvert maður er að fara, hversu lengi og hvað maður er að fara að gera. En þetta er grunnlisti sem ég styðst gjarnan við, og þar sem ég fór til Glasgow um helgina datt mér í hug að deila listanum mínum!

20181024_213750
Fjölnota innkaupapoki, bakpoki og veskið mitt (sem passar fullkomlega undir kilju í flugið!)

Fatnaður
Sundföt
Nærföt
Náttföt
Bolir
Peysa
Buxur
Stuttbuxur
Yfirhöfn

20181024_211945
Fjölnota innkaupapoki (frá Viss, sem er vinnustaður fólks með skerta starfsgetu), augngríma, nefúði, varasalvi og heyrnartól.

Snyrtivörur o.fl.
Tannbursti og tannkrem
Förðunarvörur og hreinsir
Svitalyktareyðir
Eyrnapinnar
Lyf
Naglaklippur
Plokkari
Chafe Stick (Þetta er algjör snilld fyrir þá sem fá auðveldlega nuddsár)
Verkjalyf
Sólarvörn

20181024_212459
Regnhlíf (nauðsynleg í UK!), vegabréf, ferðagögn, hleðslubanki og litlu þvottastykkin mín.

Handfarangur
Bók (og helst tvær)
Lesljós
Varasalvi (loftið í flugvélum er alltaf svo þurrt!)
Nefúði (nefið á mér stíflast alltaf í flugvélum, og þá verð ég oft flugveik..)
Vegabréf
Veski
Hálspúði
Sólgleraugu
Hleðslutæki
Heyrnartól
Augngríma
Handspritt
Reiðufé
Tryggingakort ef ferðast er innan Evrópu.
Pappírar: flugmiðar, hótelstaðfestingar, staðfestingar á afþreyingu, bílaleigubíl…
Rör
Penni
Pakki af bréfþurrkum

20181024_213338
Pakki af bréfþurrkum, penni og stálrör í fjölnota áhaldapoka.

 

Ýmislegt
Þvottastykki til að þrífa farða
Töskuvog
Bakpoki
Selfiestöng
Regnhlíf
Fjölnotapoki
Hleðslubanki
Millistykki til að geta sett í samband
Ökuskírteini (svosem ekki nauðsyn ef maður er ekki að fara að keyra, en sumstaðar er maður beðinn um skilríki þegar maður greiðir með kreditkorti, og mér finnst svolítið óþægilegt að vera alltaf með vegabréfið á mér)

20181024_212735
Hleðslutæki, Evrópska sjúkratryggingakortið, breskt klink og heyrnartól eiginmannsins.

Ég reyni almennt að ferðast mjög létt, taka eins lítið með og ég kemst af með. En það helgast nú aðallega af því að ég hef hingað til verið að versla duglega þegar ég fer erlendis, en nú ætla ég mér að bæta það og versla minna – enda farin að fara mun örar. Þá kemur upp á móti að maður þarf að taka meira með sér. Ég t.d. kom með hrein föt sem ég hafði pakkað niður heim frá London, en það hefur aldrei gerst áður held ég!

Ef þig vantar pökkunarlista, þá geturðu fengið þennan í prentvænni útgáfu hér: Pökkunarlisti

Hverju pakkar þú alltaf þegar þú ferð erlendis?

Lífið

Bucket list – hvað langar mig að gera áður en ég dey?

Tíminn sem okkur er skammtaður er takmarkaður, þótt maður geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Við verðum ekki hérna að eilífu, og verðum að gera það mesta úr því sem við höfum. Samkvæmt Hagstofunni var meðalævilengd karla á Íslandi árið 2014 80,6 ár og kvenna 83,6 ár.

20161119_102916
Central Park, New York 2016

Ég er 32 ára. Ef við drögum 5 ár af meðal lífslíkum vegna offitu; þá má ég gera ráð fyrir að verða 78,5 ára. Þá eru bara 46,6 ár eftir (eða 17.006 dagar) – styttist í að ég verði hálfnuð. Hvað langar mig að gera áður en ég dey? (Ég geri mér alveg grein fyrir að ég gæti dáið á morgun eða ég gæti orðið 100 ára, en með því að miða við meðaltöl getur maður sett þetta í eitthvert samhengi)

IMG_1785
Taj Mahal, Agra 2012

Þannig ég fór að skoða annarra manna „Bucket list“ á Google og Pinterest, skrifaði niður hvað mig langar að gera og spurði nokkrar vinkonur. Og eftir töluverða yfirlegu telur listinn 110 atriði, sem ég skipti niður í fjóra flokka. Vonandi mun listinn svo lengjast seinna meir. Og það er vert að nefna að röð atriða skiptir engu máli um mikilvægi þeirra.

Tyrkland 028
Pamukkale, Tyrkland 2005

Ferðalög:

 1. Sjá Macchu Picchu (Inkar)
 2. Sjá Chichen Itza (Mayar)
 3. Sjá Miklagljúfur (Grand Canyon)
 4. Ganga um Las Vegas Strip
 5. Sjá Hvíta húsið
 6. Skoða Akrópólis
 7. Sjá Sagrada Familia
 8. Heimsækja Vetrarhöllina
 9. Sjá pýramídana og Sphinxinn
 10. Sjá hringleikahúsið í Róm
 11. Heimsækja Vatíkanið

  San Fran 2006 069
  Golden Gate, San Francisco 2006.
 12. Ganga á Kínamúrnum
 13. Fara til Vín
 14. Fara til Marrakesh
 15. Fara til Möltu
 16. Fara til Mexíkó
 17. Fara til Ítalíu
 18. Fara til Króatíu
 19. Fara til Slóveníu
 20. Fara til Grikklands
 21. Fara til Costa Rika
 22. Fara til Tælands
 23. Fara til Kína
 24. Fara til St. Pétursborgar
 25. Fara til Jerúsalem
 26. Fara til Istanbúl
 27. Fara til Sri Lanka
 28. Fara til Petra í Jórdaníu
 29. Fara í London Eye
 30. Vera á hóteli með öllu inniföldu
 31. Heimsækja Prince Edward Island (Anna í Grænuhlíð)
 32. Fara til Atlanta á slóðir á Hverfanda hveli
 33. Fara í ferð sem snýst um sjálfsrækt
 34. Sjá hin nýju sjö undur veraldar (Kínamúrinn, Kristsstyttan í Rio, Macchu Picchu, Chichen Itza, Colosseum í Róm, Taj Mahal og Petra í Jórdaníu)
 35. Heimsækja 30 lönd fyrir fimmtugt (Bara 12 búin – 17 ef ég má telja hvert ríki í Bandaríkjunum sem „land“)
 36. Sigla á gondól í Feneyjum

  IMG_1292
  Lótushofið, Nýja Dehlí 2012.
 37. Sjá hrísgrjónaakra
 38. Fara á fljótandi markað
 39. Baða mig í dauðahafinu
 40. Heimsækja útrýmingarbúðir
 41. Stelpufrí
 42. Fara á slóðir Vestur-Íslendinga
 43. Sjá Niagara fossana
 44. Fara í siglingu á skemmtiferðaskipi
 45. Fara í ferðalag sem einhver annar skipulagði
 46. Eyða heilum degi (eða svo gott sem) á ströndinni
 47. Komast út úr Escape Room í 10 löndum (Pólland tékk, Ísland tékk, Skotland tékk, Þýskaland tékk, Ítalía tékk, Bandaríkin tékk, England tékk)
 48. Þvælast um slóðir Johns Steinbeck
Tyrkland 210
Köfun, Tyrkland 2005

Sport/adrenalín:

 1. Klifra upp í topp á klifurvegg
 2. Prófa kaðlaþrautabraut (Ropes Course)
 3. Prófa Kayak
 4. Fara í trampólíngarð
 5. Fara í Go Cart (Hef gert það, en langar aftur)
 6. Synda með höfrungum
 7. Fara í íshellinn í Langjökli (Into the Glacier)
 8. Prófa svifflug
 9. Prófa að leika sér á inflatable island
 10. Prófa tubing í á (semsagt ekki tilbúinni á)
 11. Synda með sækúm á Flórída
 12. Prófa SUP
 13. Fara á hundasleða
 14. Stökkva af kletti (hef prófað, en langar aftur)
 15. River Rafting (hef gert það, en langar aftur)
 16. Prófa að Zorba
 17. Zipline!
Tyrkland 073
Ephesus, Tyrkland 2005

Upplifun:

 1. Skjóta af byssu
 2. Fljúga í þyrlu

  IMG_1977
  Minnismerki Mahatma Ghandi, Nýja Delhi 2012
 3. Stökkva fullklædd í sundlaug
 4. Murder Mistery
 5. Vera í sjónvarpssal (erlendis)
 6. Stökkva í foam pit
 7. Prófa froðudiskó – já ég veit, full gömul í þetta!
 8. Fljúga í loftbelg
 9. Sjá sólarupprás og sólarlag
 10. Fara í sumarfrí í alla landsfjórðunga með fjölskyldunni
 11. Fara í alvöru lautarferð
 12. Renna sér á dekkjaslöngu í snjónum
 13. Vera dregin á dekkjaslöngu á Pollinum
 14. Vera farþegi í listflugi
 15. Fá mér kokteil á bar á efstu hæð háhýsis (Rooftop bar)
 16. Fara til Grímseyjar og standa á heimskautsbaugnum
 17. Mæta á ráðstefnu um ZeroWaste eða Green living
 18. Prófa vélsleða (keyra sjálf!)
 19. Sitja aftan á mótorhjóli
 20. Fara í útreiðatúr, helst með eldri dótturinni
 21. Fara á tónleika
 22. Djamma alla nóttina
20150411_123012
Trinity College Library, Dublin 2015

Persónulegt:

 1. Drekka ekkert nema vatn í mánuð
 2. Ferðast ein

  San Fran 2006 113
  Yosemite þjóðgarðurinn, Kalifornía 2006
 3. Mæta á Júbileringu (já, var fjarverandi í öll hin skiptin..)
 4. Skrifa bók (bloggið er skref í áttina, maður skrifar ekki texta sem er tækur til útgáfu nema æfa sig að skrifa fyrst.)
 5. Fara í myndatöku, bara ég. Ekki fjölskyldumyndataka.
 6. Eignast demantshring
 7. Hlaupa 5K (ekki að fara að gerast á morgun eða hinn…)
 8. Aftengjast í viku
 9. Prófa íbúðaskipti
 10. Ná kjörþyngd
 11. Láta einhvern annan velja bók fyrir sig að lesa
 12. Fara í boudoir myndatöku
 13. Borða engin sætindi í mánuð
 14. Klára að lesa 1.000 bækur (592 komnar…)
 15. Taka sjálfsmynd í hverri viku í ár
 16. Búa til lista yfir 100 bækur sem ég verð að lesa, og ljúka við hann.
 17. Klára kvartlaus áskorunina (armbandið komið…)
 18. Klára hrúguna af ólesnum bókum sem ég á (telur hátt í 700 titla – passar fínt með nr. 14)
 19. Þegja í heilan dag
 20. Fá mér húðflúr (já ég veit, ekki líkt mér)
 21. Koma á einhverskonar heimilisbókhaldi (já, I know – þetta er eitthvað sem ég sökka í!)
 22. Skipuleggja jarðarförina mína
 23. Kaupa enga bók í heilt ár (listinn verður að vera metnaðarfullur?)
IMG_1241
Hare Krishna hofið, Nýju Delhi 2012

Ég mun svo uppfæra listann hægt og rólega, eftir því sem hlutirnir gerast. En það er nú bara svo með bucket-lista að þeir klárast sjaldnast, en lengjast frekar. En með því að hafa lista yfir hluti sem þig langar til að upplifa ertu líklegri til að koma því í verk!

IMG_20161121_080345
Frelsisstyttan, New York 2016

Vissulega er margt fleira sem gæti verið á listanum, og þá sérstaklega í ferðalagaflokknum, en hinir þóttu mér örlítið erfiðari.

San Fran 2006 0992
Steiner Street, San Francisco 2006

Það er margt sem ég hefði haft á listanum ef ég hefði ekki nú þegar gert það; t.d. San Francisco og Golden Gate, New York, Pamukkale og Efesus, Tyrkneskt bað (Hammam), söngleikur á Broadway o.fl. o.fl. Sumt er líka á listanum þótt ég hafi gert það áður, t.d. rafting, köfun, stökkva af kletti, Go cart…

Tyrkland 00852
Í hefðbundnum tyrkneskum brúðarbúningi, Tyrkland 2005

Ég óska hér með eftir áhugasömum aðilum til að aðstoða mig við að „tékka“ atriði af listanum og vinum eða félögum sem langar að upplifa eitthvað af þessu með mér! 😀