Fyrirmyndir

Fyrirmynd: Maya Angelou

Image result for maya angelou
Mynd fengin að láni hjá news.wfu.edu

Maya Angelou er ein af þeim konum sem ég virði og dáist hvað mest að.

Maya Angelou fæddist á millistríðsárunum í St. Louis í Missouri-fylki Bandaríkjanna. Þegar hjónaband foreldra hennar endaði, var hún send ásamt bróður sínum til ömmu sinnar í Stamps, í Arkansas-fylki. Þau voru heppin, ef svo má segja, þar sem amma þeirra rak verslun og þau fóru því ekki eins illa út úr kreppunni miklu og margir.

Image result for maya angelou
Mynd fengin að láni hjá billboard.com

Síðar bjuggu þau hjá mömmu sinni í nokkurn tíma, en um 8 ára aldur nauðgaði þáverandi kærasti mömmunnar Mayu. Maya sagði bróður sínum frá því sem henti hana, en hann sagði fjölskyldunni og það endaði með að kærastinn var dreginn fyrir dóm. Dómurinn sem hann fékk var hins vegar aðeins fangelsi í einn dag, en nokkrum dögum eftir að honum var sleppt var hann myrtur –  og sennilega voru þar frændur Mayu að verki.

Eftir nauðgunina missti Maya málið, eða öllu heldur ákvað að hætta að tala, í næstum 5 ár. Hún var aðeins barn, en hún túlkaði málið svo að maðurinn hefði dáið vegna þess að hún notaði röddina. Hún vildi ekki að fleiri létu lífið og þessvegna hætti hún að tala.

Þegar Maya varð unglingur flutti hún aftur til mömmu sinnar, en hún hafði farið aftur til ömmu sinnar eftir nauðgunina. Hún stundaði nám í San Francisco, þar sem mamma hennar bjó þá.

Image result for maya angelou
Mynd fengin að láni hjá npr.org.

Frá þessu segir Maya í fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar, Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur (e. I know why the caged bird sings) sem er bók sem ég get fyllilega mælt með. Hún rekur svo rest lífshlaups síns í sex bindum í viðbót, en aðeins fjögur þeirra hafa verið þýdd. Ég hef lesið öll þau sem hafa verið þýdd, en ekki hin síðustu tvö enn. Auk þess hefur hún skrifað fleiri bækur og ljóðabækur.

Hún stundaði ýmis störf til að framfleyta sér, en hún vann sem söngvari, leikkona, sporvagnsstjóri, gleðikona, kokkur, þjónn og svo mætti lengi telja. Seinna vann hún með Martin Luther King og Malcolm X að mannréttindum, og þá ekki síst mannréttindum þeirra sem eru dökkir á hörund.

Hún fékk þrenn Grammy verðlaun, var verðlaunuð sem leikkona, sem rithöfundur og hún var ráðin sem prófessor við háskóla og fékk doktorsnafnbót eða Phd., þrátt fyrir að hafa ekki stundað það nám sem venjulega er krafist.

Við innsetningu Bills Clinton í embætti Bandaríkjaforseta flutti hún ljóð sem hún samdi fyrir það tilefni. Árið 2011 veitti Barack Obama henni „Presidential Medal of Freedom“, en árið 2000 hafði hún fengið „Presidential Medal for the Arts“.

President Barack Obama awards the 2010 Presidential Medal of Freedom to Dr. Maya Angelou
Brack Obama veitir Mayu Angelou forsetaorðuna. Mynd fengin að láni hjá ObamaWhiteHouse.gov

Maya Angelou var sterk kona, kona sem barðist fyrir réttindum fólks. Hún ólst upp við erfiðar aðstæður, varð móðir aðeins unglingur að aldri, tók að sér hvaða starf sem bauðst til að halda þeim mæðginum á floti og seinna varð hún aðstoðamaður þekktustu og mestu baráttumanna fyrir réttindum svartra.

Ég mæli eindregið með því að hlusta á Mayu sjálfa lesa ljóðin sín, t.d. Phenomenal Woman og Still I Rise.

Phenomenal Woman
Pretty women wonder where my secret lies.
I’m not cute or built to suit a fashion model’s size
But when I start to tell them,
They think I’m telling lies.
I say,
It’s in the reach of my arms,
The span of my hips,
The stride of my step,
The curl of my lips.
I’m a woman
Phenomenally.
Phenomenal woman,
That’s me.

I walk into a room
Just as cool as you please,
And to a man,
The fellows stand or
Fall down on their knees.
Then they swarm around me,
A hive of honey bees.
I say,
It’s the fire in my eyes,
And the flash of my teeth,
The swing in my waist,
And the joy in my feet.
I’m a woman
Phenomenally.
Phenomenal woman,
That’s me.

Men themselves have wondered
What they see in me.
They try so much
But they can’t touch
My inner mystery.
When I try to show them,
They say they still can’t see.
I say,
It’s in the arch of my back,
The sun of my smile,
The ride of my breasts,
The grace of my style.
I’m a woman
Phenomenally.
Phenomenal woman,
That’s me.

Now you understand
Just why my head’s not bowed.
I don’t shout or jump about
Or have to talk real loud.
When you see me passing,
It ought to make you proud.
I say,
It’s in the click of my heels,
The bend of my hair,
the palm of my hand,
The need for my care.
’Cause I’m a woman
Phenomenally.
Phenomenal woman,
That’s me.

 

Still I rise
You may write me down in history
With your bitter, twisted lies,
You may tread me in the very dirt
But still, like dust, I’ll rise.

Does my sassiness upset you?
Why are you beset with gloom?
‘Cause I walk like I’ve got oil wells
Pumping in my living room.

Just like moons and like suns,
With the certainty of tides,
Just like hopes springing high,
Still I’ll rise.

Did you want to see me broken?
Bowed head and lowered eyes?
Shoulders falling down like teardrops.
Weakened by my soulful cries.

Does my haughtiness offend you?
Don’t you take it awful hard
‘Cause I laugh like I’ve got gold mines
Diggin’ in my own back yard.

You may shoot me with your words,
You may cut me with your eyes,
You may kill me with your hatefulness,
But still, like air, I’ll rise.

Does my sexiness upset you?
Does it come as a surprise
That I dance like I’ve got diamonds
At the meeting of my thighs?

Out of the huts of history’s shame
I rise
Up from a past that’s rooted in pain
I rise
I’m a black ocean, leaping and wide,
Welling and swelling I bear in the tide.
Leaving behind nights of terror and fear
I rise
Into a daybreak that’s wondrously clear
I rise
Bringing the gifts that my ancestors gave,
I am the dream and the hope of the slave.
I rise
I rise
I rise.