Ferðalög

Flórída 2017 – 2. kafli

Lestu fyrri kafla hér.

Alltaf þegar við förum til Flórída förum í við Outlet, eins og flestir Íslendingar. Okkar uppáhalds er St. Augustine Premium Outlets, en þar er að finna t.d. Adidas, Nike, Reebok, Children’s Place, Carter’s, Gap, Skechers o.fl. o.fl. Alltaf þegar maður fer til Bandaríkjanna á maður að prenta út miða frá Icelandair upp á coupon book  í Outlettunum – hver hefur eitthvað á móti auka afslætti? Ég finn ekki afsláttarmiðabókina á síðunni þeirra lengur, en það má þá sækja hana hér.

20171024_101253
Rakel Yrsa fann sér nýjan félaga í Outletinu.

Í þetta skipti fengum við okkur hótelherbergi í St. Augustine, sem var rétt við ströndina. Við lögðum af stað frá Jax snemma morguns, drifum Outletin af, innrituðum okkur og héldum svo á ströndina. Það var áliðið dags þegar við komum á ströndina, og fáir að sóla sig (enda kominn seinni hluti október, þá finnst Flórídabúum ekki hlýtt, þótt Íslendingar svitni!).

Við óðum pínu í sjónum og byggðum svolítið úr sandi. En þá tókum við eftir pari sem stóð í flæðarmálinu og starði út á sjóinn. Svo sáum við það; það var hákarl svamlandi rétt við ströndina, bara örfáa metra frá flæðarmálinu. Bara eiginlega rétt þar sem við stelpurnar höfðum verið að leika okkur nokkrum mínútum fyrr! Við hættum snarlega að svamla í sjónum og byggðum bara meira úr sandi og týndum nokkrar skeljar!

20171025_085544_001
Fallegt að horfa út af svölunum á hótelherberginu í St. Augustine.

Við gistum á La Fiesta Ocean Inn & Suites, sem var uppsett eins og mótel. Herbergið okkar sneri að sjónum og því var fallegt útsýni. Það var svona á að giska þriggja mínútna gangur frá herberginu og á ströndina! Morgunmaturinn var mjög furðulegur, en um kvöldið þurftum við að merkja við hvað við vildum í morgunmat og setja miðann utan á hurðina. Svo um morguninn fengum við hann afhentan, og þetta var lélegasti morgunmatur sem ég hef fengið á hóteli – bara eitthvað grín! Við fórum á Dunkin og fengum okkur örlitla ábót!

Jacksonville Zoo er skemmtilegur dýragarður þar sem hægt er að eyða nokkrum góðum tímum. Þar eru ljón og gíraffar, úlfar og krókódílar, fuglar og tígrisdýr, og margt fleira. Þar er líka apagarður, en hann var lokaður vegna endurbóta. Stelpurnar skemmtu sér vel, og eiginmaðurinn hafði held ég mest gaman að skriðdýrahúsinu!

20171027_115238
Tígrisdýrabúrið var báðu megin við gangveginn, og yfir gangveginn lá svona göngubrú fyrir tígrisdýrin. Þessi var tveggja ára, rosalega falleg.

Adventure landing er eins konar Arcade eða leikjasalur, þar sem má finna sér ýmislegt til dundurs. Þar voru t.d. aligatorar í vatni fyrir utan og það var hægt að fóðra þá. Minigolf, mjög rólegt go-kart, sem hefði hentað stelpunum vel til að keyra o.fl. Við fórum í minigolf, sem var í fyrsta skipti sem stelpurnar fóru í minigolf. Við skemmtum okkur vel, en einn aðilinn var kannski svolítið tapsár… og það var ekki ég!

20171027_184800
Minigolf.

Þá var komið að seinni spa-deginum mínum, en ég fór í Mona Lisa Day Spa and Nail Boutiqe, en ég fann alveg frábært tilboð á Groupon.com. Fyrir $149 fór ég í andlitsmeðferð, nudd, hand- og fótsnyrtingu og klukkutíma aðgang að heitum potti og sauna hjá þeim. Þetta var alveg dásamlegt og ég kom svo endurnærð út! Allar meðferðirnar voru svo vel heppnaðar og yndislegar – ég fer klárlega aftur á þessa snyrtistofu næst þegar ég fer!

Image result for mona lisa day spa jacksonville fl
Heitur pottur og afslöppun í Mona Lisa Day Spa. Mynd fengin að láni hjá themonalisadayspa.com. Hvítt í glasi og slökun!

Lestu áfram um Flórídadvölina hér.

Ferðalög

Flórída 2017 – 1. kafli

Mynd fengin að láni hjá tripadvisor.com

Við lentum í Orlando að kvöldi 16. október. Við vorum búin að plana að vera í þrjár nætur í Orlando, og gistum á Hampton Inn & Suites Orlando International Dr. North. Hótelið völdum við af þrem ástæðum; við vildum vera miðsvæðis/við I-drive, við vildum hótel með morgunmat og við vildum hótel með rúmgóðum herbergjum, þar sem við vorum fjögur og vildum að stelpurnar gætu brallað eitthvað. Rúmin voru fín, en við vorum í herbergi með tveim Queen size rúmum og svaf einn fullorðinn og einn krakki í hvoru rúmi. Herbergið var stórt og rúmgott, yfir 40 fermetrar ef eitthvað er að marka upplýsingarnar á hotels.com, en morgunmaturinn var ekkert mjög spes. En Eyrún fékk hafragraut og við hin ristaðar beyglur og vöfflur með hlynsírópi!

20171019_072956
Í Orlando snýst allt um skemmtigarða, en í morgunmat á hótelinu var m.a. boðið upp á svona Mikka-vöfflur.

Við leigðum okkur Mini-van, en við leigjum okkur nánast alltaf bíl í Bandaríkjunum, og höfum alltaf leigt bíl á Flórída. Maðurinn minn keyrir, almennt er frekar auðvelt að keyra á Flórída, en við erum alltaf með GPS tæki. Umferðin er almennt ekki jafn trekkt og í Reykjavík t.d. og fólk er frekar tillitssamt úti á vegunum.

20171018_110318
Uppstoppaður skógarbjörn í BassPro.

Þar sem maðurinn minn hefur frekar gaman af skotveiði, þá höfum við alltaf komið við í Bass Pro Outdoor World þegar við komum til Orlando. Búðin er risastór (a.m.k. á íslenskan mælikvarða) og meðan hann skoðaði það sem var á boðstólnum, þá settist ég niður með yngri dóttur okkar við fiskabúrið og við lásum einn skólalestur! Í búðinni er að finna allskonar uppstoppuð dýr, t.d. skógarbjörn, og heila tjörn/risafiskabúr með fiskum. Og við erum ekki að tala um neina gullfiska!

20171018_111038_001
Skólalestur í BassPro.
20171018_111048_001
Fiskabúrið í versluninni. Neðst, nálægt hægra horninu má sjá fisk.

Eldri dóttir mín vann á tímabili mikið með hvali og fiska í skólanum, og eftir það hefur hún verið sérlega áhugasöm um hvali og skötur og önnur sjávardýr. Við ákváðum þessvegna að fara á sædýrasafn, en SeaLife er nýlegt sædýrasafn ekki langt frá Universal t.d.

20171018_143910

20171018_144941

20171018_145055
Mæðgur inni í fiskabúri.

SeaLife er mjög flott safn með allskonar skepnum. Þar eru t.d. göng í gegn um eitt búrið, þar sem maður sér hákarla, skötur o.fl. fyrir ofan sig, neðan og til hliðar. Þar eru búr með litlum fiskum, sem hægt er að fara inn í – eða svo að segja. Þar er búr þar sem hægt er að snerta allskonar lífverur sem ég veit ekki hvað skal kalla. Þar var líka klifurkastali sem sló í gegn! Þetta var svona kannski tveggja tíma heimsókn, en mjög skemmtileg.

20171018_145547
Rakel Yrsa í fiskabúri.

Við eyddum svo heilum degi í Disney Magic Kingdom, og hér má lesa nánar um það. Ég tók líka saman upplýsingar sem gætu nýst öðrum sem stefna þangað.

20171018_145634
Meðal annarra var þessi syndandi um í kringum búrið sem var gengið í gegnum.
20171018_145234
Feðgin tylltu sér í göngunum í gegnum stóra fiskabúrið.

Alltaf þegar við erum í Orlando borðum við einu sinni á pitsustað sem heitir Flippers Pizzeria. Í fyrsta skipti sem við vorum í Orlando vorum við á hóteli rétt hjá staðnum, og við urðum alveg ástfangin af brauðstöngunum þeirra… þær eru löðrandi! Svo er bara skemmtilegt að eiga „sinn“ stað!

20171018_185900
Flippers Pizzeria.

Svo héldum við til Jacksonville; það er ca. tveggja eða tveggja og hálfs tíma keyrsla þangað.

Image result for shine holistic wellness center jacksonville beach
Infrarauði saunaklefinn. Mynd fengin að láni hjá yelp.com

Spa er möst þegar maður er erlendis, en í þetta skiptið bókaði ég mér tvo spa tíma. Daginn eftir að við komum til Jax, þá fór ég í Shine Holistic Wellness Center og fékk Body Wrap og Infrared Sauna og svo nudd.

20171023_110146
Sýning um hvali á MOSH.
20171023_115714
Geimfari á MOSH.

Museum of Science and History, eða MOSH, er skemmtilegt lítið fræðslusafn fyrir krakka – og fullorðna. Þetta er í annað skipti sem við hjónin förum þangað – eða jafnvel þriðja? Þar er föst sýning um sögu Flórída, fyrst um frumbyggjana, svo um Evrópumennina sem komu þangað og allt til okkar daga. Auk þess er líka lítil sýning með dýrum sem finnast á Norður-Flórída. Meðal annarra sýninga sem voru í gangi þegar við vorum þarna var um endurnýjanlega orku, geiminn og verkfræði forn-Rómverja.

20171023_111938
Risaeðlubeinagrind á MOSH.

St. Johns Town Center er alveg klárlega uppáhalds verslunarmiðstöðin okkar í Jacksonville, en hún er utandyra. Verslunarmiðstöðin er sett upp eins og Laugavegurinn; verslanir báðu megin við litla götu. Þarna er að finna búðir eins og Old Navy, Target, Gap, Disney, Dick’s, Pottery Barn o.fl.  Og alveg dásamlegt að ganga þarna úti í rúmlega 20° hita og hlusta á jólalög – það er eiginlega alveg uppáhalds.

Image result for st johns town center
St. Johns Town Center. Mynd fengin að láni hjá archinect.com
20171023_170557
Stelpurnar að leika sér á leiksvæði í Town Center.
20171025_120303
Fíflast í Disney búðinni í Town Center.
20171025_121143
Mæðgur í afslöppun í Town Center.

 

Lestu áfram um Flórídadvölina hér.